Ráðherra heilbrigðismála smitaðist sjálfur Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 16:11 Iraj Harirchi þótti veiklulegur á blaðamannafundi í gær. Enda kom á daginn að hann hafði sjálfur smitast af kórónaveirunni. Getty/Anadolu Agency Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greindi frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast af kórónaveirunni, sem veldur Covid-19. Hann sé þegar búinn að setja sig í sóttkví en segir sig þó nokkuð heilsuhraustan miðað við aðstæður. Hann greindi þjóð sinni frá veikindum sínum í myndbandi sem hann sendi frá sér í dag. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Íran hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mikið áhyggjuefni. Heildarfjöldi staðfestra smittilfella þar í landi er um 100 og andlátin þeim tengd fimmtán talsins. Þaðan hefur sjúkdómurinn jafnframt dreifst til Afganistans, Bareins, Kúveit og Ómans. Af þessum sökum hafa ýmis ríki í Austurlöndum nær brugðið á það ráð að takmarka mjög samgöngur til og frá Íran, jafnvel lokað landamærum sínum alfarið. Fyrrnefndur aðstoðarheilbrigðisráðherra Íran, Iraj Harirchi, greindi síðan frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast. Með því staðfesti hann það sem marga Írani hafði grunað, en ráðherrann hafði þótt veiklulegur á blaðamannafundi í gær. „Mig langaði bara að tjá ykkur að ég er kominn með covid-19,“ sagði Harirchi á myndbandsupptökunni sem hann sendi frá sér. „Ég var með hita í gær og fékk staðfestingu á smiti í gærkvöldi. Þá einangraði ég mig,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ég mun núna hefja lyfjameðferð. Heilt yfir líður mér vel. Ég er reyndar svolítið þreyttur, ég var með hita en hann mun ganga niður.“ Ráðherrann nýtti jafnframt tækifærið í myndbandsupptökunni til að stappa stálinu í írönsku þjóðina. Stjórnvöld í Teheran ætli sér að ráða niðurlögum veirunnar. Nóg sé að lyfjum í landinu og íranska þjóðin ætti að hugsa til heilbrigðisstarfsfólks sem vinni óeigingjarnt starf. „Þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit, hann leggst jafnt á ríka og fátæka, embættismenn sem óbreytta borgara,“ segir Harirchi. حریرچی: من هم کرونایی شدم، حتما کرونا را شکست می دهیم. pic.twitter.com/O0zsfDwgAS— خبرگزاری فارس (@FarsNews_Agency) February 25, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Aðstoðarheilbrigðisráðherra Írans greindi frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast af kórónaveirunni, sem veldur Covid-19. Hann sé þegar búinn að setja sig í sóttkví en segir sig þó nokkuð heilsuhraustan miðað við aðstæður. Hann greindi þjóð sinni frá veikindum sínum í myndbandi sem hann sendi frá sér í dag. Útbreiðsla kórónaveirunnar í Íran hefur verið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni mikið áhyggjuefni. Heildarfjöldi staðfestra smittilfella þar í landi er um 100 og andlátin þeim tengd fimmtán talsins. Þaðan hefur sjúkdómurinn jafnframt dreifst til Afganistans, Bareins, Kúveit og Ómans. Af þessum sökum hafa ýmis ríki í Austurlöndum nær brugðið á það ráð að takmarka mjög samgöngur til og frá Íran, jafnvel lokað landamærum sínum alfarið. Fyrrnefndur aðstoðarheilbrigðisráðherra Íran, Iraj Harirchi, greindi síðan frá því í dag að hann hefði sjálfur smitast. Með því staðfesti hann það sem marga Írani hafði grunað, en ráðherrann hafði þótt veiklulegur á blaðamannafundi í gær. „Mig langaði bara að tjá ykkur að ég er kominn með covid-19,“ sagði Harirchi á myndbandsupptökunni sem hann sendi frá sér. „Ég var með hita í gær og fékk staðfestingu á smiti í gærkvöldi. Þá einangraði ég mig,“ sagði ráðherrann og bætti við: „Ég mun núna hefja lyfjameðferð. Heilt yfir líður mér vel. Ég er reyndar svolítið þreyttur, ég var með hita en hann mun ganga niður.“ Ráðherrann nýtti jafnframt tækifærið í myndbandsupptökunni til að stappa stálinu í írönsku þjóðina. Stjórnvöld í Teheran ætli sér að ráða niðurlögum veirunnar. Nóg sé að lyfjum í landinu og íranska þjóðin ætti að hugsa til heilbrigðisstarfsfólks sem vinni óeigingjarnt starf. „Þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit, hann leggst jafnt á ríka og fátæka, embættismenn sem óbreytta borgara,“ segir Harirchi. حریرچی: من هم کرونایی شدم، حتما کرونا را شکست می دهیم. pic.twitter.com/O0zsfDwgAS— خبرگزاری فارس (@FarsNews_Agency) February 25, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Covid-19 veiran: Kippur í nýsmitum utan Kína veldur áhyggjum Suður-Kóreumenn hafa tilkynnt um að enn fjölgi þeim sem smitast hafa af Covid-19 veirunni í landiu en í morgun var greint frá 161 nýju smiti. 24. febrúar 2020 06:46
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46