Með vaðið fyrir neðan sig í gulum göllum á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2020 17:03 Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja á leið um borð í vél Icelandair um þrjúleytið í dag. Óskar J. Sandholt Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Farþegum í flugi Icelandair frá Amsterdam síðdegis í dag brá sumum hverjum aðeins í brún þegar heilbrigðisstarfsfólk klætt í gula heilgalla með andlitsgrímur kom um borð í vélina við lendingu vegna veikinda farþega. Farþegi í borð um vélinni segir þau hafa verið látin bíða í flugvélinni í smá stund á meðan hugað var að hinum veika. Í ljós hafi komið að ekkert alvarlegt var að. Vissulega hafi uppákoman verið athyglisverð en allt gert af yfirvegun af starfsfólkinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi að ákveðnar viðbragðsáætlanir séu almennt í gangi varðandi veikindi í flugi sem komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Úr vélinni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu Suðurnesja fari um borð og meti aðstæður. Í þessu tilfelli hafi starfsfólk líklega bara verið í búningum í ljósi umræðunnar. Betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekkert tilefni til að láta sér bregða. Þá séu engar líkur á að umrædd veikindi hafi verið kórónaveiran umtalaða. Komu um borð til að ræða við farþegann Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir í samtali við Vísi að enginn grunur hafi verið um kórónuveirusmit um borð. „Það höfðu komið upp veikindi í vélinni og við fyrstu sýn þá eru þetta ekki einkenni veikinda sem við tengjum við Covid-19.“ Hann segir að Icelandair hafi einfaldlega verið að fylgja sínum verkferlum og þeirri áætlun sem nú er í gildi. Heilbrigðisstarfsfólkið hafi komið um borð til þess að ræða við veika farþegann. „Hann var sannarlega veikur en eins og okkur grunaði í upphafi þá voru þetta ekki þessi veikindi sem eru tengd við Covid-19 þannig að þetta leystist allt að mér skilst mjög farsællega.“ „Það auðvitað hjálpar til að aðrir farþegar um borð hafi sýnt þessu skilning og það er algjörlega frábært að svo sé.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira