Ósnertanlegur Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun