Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 12:37 Almenningsvagnar voru sótthreinsaðir vegna kórónuveirunnar í Teheran í morgun. AP/Ebrahim Noroozi Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30