Nýr slökkviliðsbíll ónothæfur eftir skoðun hjá þjónustuaðila Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 22:28 Einn af nýjum bílum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skemmdist mikið í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila. Vísir/Vilhelm Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun. Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Einn af fjórum nýjum slökkviliðsbílum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk afhenta 12. nóvember á síðasta ári, er mikið skemmdur og ónothæfur eftir að bílinn fór í þjónustuskoðun hjá umboðsaðila þeirra. Bifreiðin er af gerðinni Scania og var breytt í slökkvibifreið hjá fyrirtækinu Wiss í Póllandi. Þar var búnaður settur á og í bílinn. Þangað kom bílinn frá framleiðanda Scania með fimm manna áhafnarhúsi. Var það áhafnarhúsið sem skemmdist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn Kletts, umboðsaðila Scania hér á landi, að lyfta áhafnarhúsinu með sérstakri lyftu. Gleymdist að taka mikilvægan búnað úr sambandi og því skemmdi lyftubúnaðurinn húsið mikið. Skipt verður á áhafnarhús og mikilvægur búnaður færður á milli bifreiða.Vísir/Vilhelm Tjón Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ekkert Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir atvikið óheppilegt. „Eftir samráð á milli allra aðila sem að málinu koma hefur verið ákveðið að slökkviliðsbílinn fari út til framleiðandans í Póllandi þar sem skipt verður um áhafnarhús og allur sérhæfður búnaður færður á milli,“ segir Birgir. Birgir segir að tryggingarfélag Kletts mundi greiða allan kostnað vegna þessa og því kostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins enginn. Bifreiðin hafði ekki verið tekin í notkun hjá slökkviliðinu. Þó þurfi að notast við eldri bifreið þar til nýi bíllinn kemur aftur til landsins. Birgir segir einnig að samþykkt hafi verið að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins muni fá bætur fyrir þær tafir sem verða á því að bíllinn verði tekin í notkun.
Slökkvilið Tengdar fréttir Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00 Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Fjórir nýir slökkviliðsbílar á næstu þremur árum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu mun fá fjóra nýja slökkviliðsbíla í flota sinn á næstu þremur árum. Er það gert til að bregðast við hækkandi aldri bílaflotans. Einn af slökkviliðsbílum slökkviliðsins bilaði nýverið á leið í útkall í Hafnarfirði. 3. nóvember 2016 07:00
Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti. 9. október 2019 11:31