130 mega yfirgefa hótelið á Tenerife Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:45 Hótelinu Costa Adeje Palace var breytt í sóttkví á þriðjudag eftir að þar kom upp kórónuveirusmit. getty/picture alliance Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Á annað hundrað gestum hótelsins Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið leyft að yfirgefa hótelið. Þar hafa þeir verið í sóttkví undanfarna daga ásamt tíu Íslendingum og um 900 öðrum gestum en fjögur kórónaveirutilfelli höfðu greinst á hótelinu.Á blaðamannafundi nú síðdegis sögðu fulltrúar stjórnvalda á Kanaríeyjum að ekki hefðu fundist fleiri smittilfelli á hótelinu. Því sé óhætt að hefja brottflutning hótelgesta, í fyrsta holli verði 130 manns af 11 þjóðernum. Á blaðamannafundinum kom hins vegar ekki fram um hvað þjóðerni ræðir eða hver framtíð hinna í sóttkvínni verður. Gestirnir 130 eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa innritað sig á hótelið á mánudag í þessari viku og eru ekki taldir hafa átt í neinum samskiptum við upphaflega smitberann, ítalskan lækni sem var gestur hótelsins. Hann, auk hinna þriggja sem greindust með veiruna á Costa Adeje Palace, höfðu öll yfirgefið hótelið áður en þessir gestir stigu fyrst þangað fæti. Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengið upplýsingar þess efnis að Íslendingar séu á meðal þeirra 130 sem mega fara núna. Íslendingarnir sjö sem eru á Costa Adeje Palace á vegum ferðaskrifstofunnar Vita hafa sama skapi verið þar lengur en frá því á mánudag. Kanarísk stjórnvöld segjast þegar hafa haft samband við hótelstjórnina og tjáð henni að fólkinu sé óhætt að yfirgefa sóttkvínna. Nú þegar sé búið að hafa samband við sendiráð þessara 11 ríkja til að auðvelda flutning fólks til heimalanda sinna. Þar að auki hefur starfsfólki hótelsins verið heimilað að valsa um svæðið að vild, svo lengi sem það gætir að hreinlæti sínu og öryggi. Alls hafa fimm kórónuveirutilfelli komið upp á Kanaríeyjum, fjögur á Tenerife og eitt á La Gomera. Á fundinum í dag kom fram að hin smituðu séu öll við góða heilsu og að tvö þeirra hafi ekki sýnt nein einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16