Einn sá besti í NBA-deildinni þykir vera mikill eðalnáungi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 22:30 Damian Lillard hefur átt rosalegt tímabil í NBA-deildinni. Getty/Garrett Ellwood Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020 NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Damian Lillard fær ekki aðeins hrós fyrir frammistöðu sína inn á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir framkomu sína utan hans. Damian Lillard hefur lengi verið frábær leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur skipti um gír með magnaðri frammistöðu í vetur. Lillard er 29 ára gamall leikstjórnandi sem spilar með Portland Trail Blazers og er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni. Damian Lillard er með 29,9 stig og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik á þessu tímabili en hafði mest áður verið með 27,0 stig (2016-17) og 6,9 stoðsendingar (2018-19) að meðaltali á einu tímabili. Lillard er að hækka sig mikið frá síðasta tímabili eða um 4,1 stig og 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik. Það er ekki aðeins frábær spilamennska sem er til umræðu á samfélagsmiðlum þegar kemur að Damian Lillard. Mark Jones, fjölmiðlamaður á ESPN, sá nefnilega ástæðu til að hrósa Damian Lillard mikið fyrir framkomu sína utan vallar eins og sjá má hér fyrir neðan. „Fyrir utan að vera úrvalsliðsleikamaður í NBA-deildinni þá sýnir Damian Lillard okkur fjölmiðlamönnum mikla virðingu. Hann spyr okkur hvað sé að frétta af fjölskyldum okkar. Núverandi og fyrrum liðsfélagar hans hafa líka farið heim til hans í mat. Hann skipuleggur liðssamkomur. Hann umgengst fimmtánda manninn eins og hann sé stjörnuleikmaður. Leiðtogi,“ skrifaði Mark Jones inn á Twitter-reikninginn sinn. Síðustu nótt þá skoraði Damian Lillard yfir 30 stig í þrettánda skiptið það sem af er nýju ári sem er það mesta hjá einum leikmanni í NBA-deildinni. Damian Lillard er eins og er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA deildarinnar og í sjötta sæti yfir þá sem gefa flestar stoðsendingar. Tonight was Damian Lillard's 13th 30-point game since the turn of the new year, most in the league over that span. Most 30-Pt Games Since Jan. 1 Damian Lillard 13 Devin Booker 12 Russell Westbrook 11 Giannis Antetokounmpo 11 pic.twitter.com/VPHZijXlat— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 10, 2020
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira