CIA seldi ríkjum tækni sem var notuð til að njósna um þau Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 16:20 Í innri skýrslum lýsti CIA starfsemi sinni með Crypto AG sem mesta snilldarbragði í leyniþjónustumálum á síðustu öld. Vísir/Getty Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Svissneskt fyrirtæki sem var umsvifamikið í dulkóðunartækni um áratugaskeið og seldi þjónustu sína til ríkja um allan heim var í raun og veru í eigu bandarísku leyniþjónustunnar CIA og vesturþýsku leyniþjónustunnar sem notuðu búnaðinn til að njósna um viðskiptavinina. Rannsókn á málinu er hafin í Sviss. Bandaríska dagblaðið Washington Post og þýska ríkisútvarpið ZDF birtu í dag ítarlega umfjöllun um svissneska fyrirtækið Crypto AG sem byggir á gögnum frá CIA. Crypto AG skóp nafn sitt með því að smíða dulkóðunartæki fyrir Bandaríkjaher í síðari heimsstyrjöld og lagði markaðinn að fótum sér á eftirstríðsárunum. Fyrirtækið er sagt hafa rakað inn jafnvirði milljarða króna með því að selja búnað sinn til fleiri en 120 ríkja langt fram á þessa öld, þar á meðal til Írans, ýmissa herforingjastjórna í Rómönsku Ameríku, Indlands, Pakistans og Páfagarðs. Ekkert þessara ríkja gerði sér þó grein fyrir að Crypto AG væri raunverulega í eigu CIA sem átti í samstarfi við vesturþýsku leyniþjónustuna. Stofnanirnar komu því þannig fyrir að þær gátu hæglega lesið dulkóðuðu skilaboðin sem ríkin sendu með hjálp búnaðarins sem þau keyptu af Crypto. Ekki voru öll ríki grandalaus um raunverulegt eðli Crypto AG. Ísraelar, Svíar, Svisslendingar og Bretar eru sagðir hafa vitað af aðgerðum þess eða tekið við upplýsingum sem fengust með búnaði svissneska fyrirtækisins. The CIA — in partnership with West German intelligence — secretly owned a Swiss company, Crypto AG, that sold rigged encryption devices to 120 countries. https://t.co/PIJccWpkBK pic.twitter.com/PA1Q6syuCK— The Washington Post (@washingtonpost) February 11, 2020 Lýst sem „snilldarbragði aldarinnar“ Washington Post segir að CIA og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hafi stýrt nær allri starfsemi Crypto, þar á meðal mannaráðningum, hönnun á tækni og hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætti að falast eftir. „Þetta var leyniþjónustusnilldarbragð aldarinnar. Erlendar ríkisstjórnir greiddu fúlgur fjár til Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands fyrir þau forréttindi að leyfa að minnsta kosti tveimur (og mögulega allt að fimm eða sex) erlendum ríkjum að lesa leynilegustu samskipti þeirra,“ sagði í skýrslu CIA sem fjölmiðlarnir segjast hafa undir höndum. Dulkóðunartæknina notaði CIA meðal annars til að senda Bretum njósnir um argentínska herinn í Falklandseyjastríðinu og hlusta á líbíska embættismenn stæra sig af sprengjutilræði á diskóteki í Berlín árið 1986. Njósnirnar beindust bæði að bandamönnum og andstæðingum Bandaríkjanna. Helstu fjandmenn Bandaríkjanna, Sovétríkin og Kína, notuðu þó aldrei tækni Crypto AG þar sem þeir tortryggðu fyrirtækið. Þýska leyniþjónustan hætti samstarfinu sem hún taldi of áhættusamt á 10. áratugnum. CIA keypti Þjóðverjana út og hélt áfram uppteknum hætti. Fyrirtækið var ekki selt fyrr en árið 2018. Forsvarsmenn tveggja fyrirtækja sem spruttu upp úr rekstrinum hafna því að þau séu handbendi leyniþjónustustofnana. Svissneskur dómari rannsakar starfsemina Reuters-fréttastofan segir að svissnesk stjórnvöld rannsaki nú ásakanirnar um Crypto AG. Hæstaréttardómari var fenginn til að leggjast yfir starfsemi fyrirtækisins eftir að stjórnvöldum fengu veður af eftirgrennslan fjölmiðlanna seint á síðasta ári. Svissneska varnarmálaráðuneytið segir aftur á móti að erfitt sé að leggja mat á aðgerðir Crypto AG þar sem þær nái allt aftur til ársins 1945. Dómarinn á að skila skýrslu um rannsókn sína fyrir lok júní. Búnaður Crypto er enn í notkun í vel á annan tug ríkja, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Sviss Þýskaland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira