Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Rúnar Alex í leik gegn PSG á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða. Franski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða.
Franski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira