Ofurtölvan spáir því að Liverpool rústi stigameti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 10:30 Sadio Mane og Andrew Robertson fagna marki Liverpool í fyrri leiknum á móti Manchester City. Getty/Andrew Powell/ Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina með 28 stigum og Manchester City nær ekki einu sinni öðru sætinu. Ofurtölvan hefur skilað af sér sínum útreikningum um það hvernig enska úrvalsdeildin spilast til enda á þessu tímabili. Það þarf enga ofurtölvu til að finna út hver verður enskur meistari. Liverpool er með 22 stiga forskot á toppnum og á sigurinn vísann. Það er aftur á móti spenna í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni og um hvaða lið halda sér í sætinni. Liverpool er búið að vinna 24 af 25 leikjum sínum og hefur enn ekki tapað deildarleik. Ofurtölvan hefur reiknað út úrslitin í síðustu þrettán umferðunum og spáir því að Liverpool vinni alla þessa þrettán leiki. Það þýðir ekki aðeins að Liverpool jafni met Arsenal yfir að klára tímabilið taplaust en Liverpool myndir einnig rústa stigameti Mancehster City sem er hundrað stig frá tímabilinu 2017-18. Liverpool myndi enda með 112 stig og með 28 stigum meira en næsta lið. Næsta lið í töflunni verður hins vegar ekki Manchester City heldur lið Leicester City. Samkvæmt niðurstöðu ofurtölvunnar þá enda Leicester menn með sjö stigum meira en City liðið. Manchester City heldur þó þriðja sætinu en fjórða og síðasta liðið inn í Meistaradeildina verður síðan lið Chelsea. Í sætum fimm og sex sem ættu að gefa bæði sæti í Evrópudeildinni enda síðan óvænt Sheffield United og Wolves. Þetta þýðir að það verður enginn Evrópufótbolti hjá Tottenham (7. sæti), Manchester United (8. sæti) eða Arsenal (9. sæti) á næstu leiktíð. Aston Villa og Watford ná ekki að bjarga sér frá falli og fara niður ásamt Norwich en lið West Ham og Bournemouth og bjarga sér. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton halda líka áfram að klífa töfluna og enda í efri hlutanum eða í tíunda sætinu samkvæmt spá ofurtölvunnar. Það verður að sjálfsögðu að taka þessum spám Ofurtölvunnar með fyrirvara. Það er eitt það besta við fótboltann að það er oft mikið um óvænt úrslit. Liverpool á því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að jafna afrek Arsenal ekki síst þar sem leikir í Meistaradeildinni og ensku bikarkeppninni munu einnig vera á dagskrá á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá lokastöðuna sem komu út úr Ofurtölvunni eftir 25 fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Lokastaðan í ensku úrvalsdeildinni verður svona samkvæmt ofurtölvunni: 1. Liverpool - 112 stig 2. Leicester - 84 3. Man City - 77 4. Chelsea - 69 5. Sheffield United - 61 6. Wolves - 58 7. Tottenham - 56 8. Man Utd - 55 9. Arsenal - 48 10. Everton - 48 11. Crystal Palace - 45 12. Newcastle - 45 13. Brighton - 44 14. Burnley - 43 15. Southampton - 40 16. West Ham - 37 17. Bournemouth - 34 18. Aston Villa - 31 19. Watford - 30 20. Norwich - 27 Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Liverpool vinnur ensku úrvalsdeildina með 28 stigum og Manchester City nær ekki einu sinni öðru sætinu. Ofurtölvan hefur skilað af sér sínum útreikningum um það hvernig enska úrvalsdeildin spilast til enda á þessu tímabili. Það þarf enga ofurtölvu til að finna út hver verður enskur meistari. Liverpool er með 22 stiga forskot á toppnum og á sigurinn vísann. Það er aftur á móti spenna í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni og um hvaða lið halda sér í sætinni. Liverpool er búið að vinna 24 af 25 leikjum sínum og hefur enn ekki tapað deildarleik. Ofurtölvan hefur reiknað út úrslitin í síðustu þrettán umferðunum og spáir því að Liverpool vinni alla þessa þrettán leiki. Það þýðir ekki aðeins að Liverpool jafni met Arsenal yfir að klára tímabilið taplaust en Liverpool myndir einnig rústa stigameti Mancehster City sem er hundrað stig frá tímabilinu 2017-18. Liverpool myndi enda með 112 stig og með 28 stigum meira en næsta lið. Næsta lið í töflunni verður hins vegar ekki Manchester City heldur lið Leicester City. Samkvæmt niðurstöðu ofurtölvunnar þá enda Leicester menn með sjö stigum meira en City liðið. Manchester City heldur þó þriðja sætinu en fjórða og síðasta liðið inn í Meistaradeildina verður síðan lið Chelsea. Í sætum fimm og sex sem ættu að gefa bæði sæti í Evrópudeildinni enda síðan óvænt Sheffield United og Wolves. Þetta þýðir að það verður enginn Evrópufótbolti hjá Tottenham (7. sæti), Manchester United (8. sæti) eða Arsenal (9. sæti) á næstu leiktíð. Aston Villa og Watford ná ekki að bjarga sér frá falli og fara niður ásamt Norwich en lið West Ham og Bournemouth og bjarga sér. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton halda líka áfram að klífa töfluna og enda í efri hlutanum eða í tíunda sætinu samkvæmt spá ofurtölvunnar. Það verður að sjálfsögðu að taka þessum spám Ofurtölvunnar með fyrirvara. Það er eitt það besta við fótboltann að það er oft mikið um óvænt úrslit. Liverpool á því mikið verk fyrir höndum ætli liðið að jafna afrek Arsenal ekki síst þar sem leikir í Meistaradeildinni og ensku bikarkeppninni munu einnig vera á dagskrá á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá lokastöðuna sem komu út úr Ofurtölvunni eftir 25 fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Lokastaðan í ensku úrvalsdeildinni verður svona samkvæmt ofurtölvunni: 1. Liverpool - 112 stig 2. Leicester - 84 3. Man City - 77 4. Chelsea - 69 5. Sheffield United - 61 6. Wolves - 58 7. Tottenham - 56 8. Man Utd - 55 9. Arsenal - 48 10. Everton - 48 11. Crystal Palace - 45 12. Newcastle - 45 13. Brighton - 44 14. Burnley - 43 15. Southampton - 40 16. West Ham - 37 17. Bournemouth - 34 18. Aston Villa - 31 19. Watford - 30 20. Norwich - 27
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira