Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 17:45 Stefnt er að því að setja í embætti ríkislögreglustjóra fljótlega. Vísir/Vilhelm Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19
Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30