Sportpakkinn: Valsmenn notuðu samviskuna á Finn Atla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 17:00 Finnut Atli Magnússon eftir leikinn á móti Njarðvík í gær. Mynd/S2 Sport Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira
Finnur Atli Magnússon lék sinn fyrsta leik með Valsmönnum í Domino´s deildinni í körfubolta í Njarðvík í gærkvöldi eftir að hafa skipt úr KR rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Valsmenn voru nálægt sigri í Njarðvík í hans fyrsta leik en urðu á endanum að sætta sig við tap í framlengingu. Finnur Atli skoraði stóra körfu á lokamínútunum en fékk sína fimmtu villu skömmu síðar. Hver voru fyrstu viðbrögð hans eftir leikinn. „Svekkelsi og pirringur. Persónulega þreyta hjá mér. Það er margt jákvætt en fullt af neikvæðu. Við tökum væntanlega það sem við getum tekið úr leiknum og verðum að halda áfram,“ sagði Finnur Atli. Hann skoraði sex stig og tók þrjú fráköst í leiknum. Var langur aðdragandi að því hann ákvað að skipta yfir í Val? „Ekki þannig. Þeir eru búnir að hafa samband inn á milli þar sem að ég bý í íbúð frá þeim með konunni. Þeir reyndu að taka samviskuna á mig inn á milli. Ég ákvað þetta aðallega út af fjölskyldunni,“ sagði Finnur Atli en kona hans er Helena Sverrisdóttir sem spilar stórt hlutverk hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki. „Það er erfitt að vera í sitthvoru liðinu þegar öll körfuboltalið æfa nánast á sama tíma. Þá er barnið mitt alltaf í pössun. Ég var búinn að ákveða það að ef ég myndi koma aftur þá yrði það með Val,“ sagði Finnur Atli. „Ég er búinn að vera að spila með KR-b á toppnum í 2. deildinni þar sem við erum að leika okkur. Það var erfiðasti hlutinn að segja bless við þá,“ sagði Finnur Atli. „Ég er ennþá bara að læra á liðið og þekki ekki einu sinni alla með nafni. Ég kann ekki öll kerfin almennilega og er of mikið að hugsa. Ég er ekki alveg í takti við alla,“ sagði Finnur Atli. „Það var svolítið stress á fyrstu mínútunni þar sem ég braut næstum því spjaldið en það var bara aðeins til að taka þetta úr mér. Þeir eru ekki að ætlast til þess að ég verði með 20 stig og 10 fráköst. Ég geri bara það sem ég geri, verð með læti og kem inn á til að berjast. Það er það sem ég get gert og miðlað einhverri reynslu,“ sagði Finnur Atli. „Það gekk allt í lagi í dag nema að það hefði verið fínt að koma með sigur. Það er langt síðan að ég hef verið einhver „go to“ leikmaður í liði en ef ég er opinn þá skýt ég,“ sagði Finnur Atli. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportapakkinn: Viðtal við Finn Atla
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Sjá meira