Sportpakkinn: Nóg að gera hjá myndbandsdómurum í sigri Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 18:00 Eljif Elmas fagnar marki sínu fyrir Napoli í gær. Getty/Paolo Rattini Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Napoli en ítalska félagið lét knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti fara fyrir áramót og gengið hefur verið langt fyrir neðan væntingar. Nú er aðeins fara að birta til í nágrenni Vesúvíusar og Arnar Björnsson skoðaði góðan sigur liðsins í gær. Stuðningsmenn Napoli hafa ekki haft yfir miklu að gleðjast á þessari leiktíð. Miklar væntingar voru gerðar til liðsins sem varð í öðru sæti á síðustu leiktíð, ellefu stigum á eftir meisturunum í Juventus. Napoli vann 24 leiki á síðustu leiktíð og tapaði sjö sinnum. Fyrir leikinn við Sampdoria í gærkvöldi var Napoli í 10. sæti. Liðið var þegar búið að tapa fleiri leikjum en á allri síðustu leiktíð. Áttundi ósigurinn kom á heimavelli þegar liðið tapaði 0-2 fyrir Fiorentina. En brúnin á stuðningsmönnunum lyftist þegar Napoli vann Juventus 2-1 26. janúar. Í gærkvöldi byrjuðu Napolímenn af krafti, pólski framherjinn Arkadiusz Milik skoraði á þriðju mínútu, skallaði sendingu landa síns, Piotr Zielinski í markið. Varnarmenn Sampdoria voru hálfskelkaðir því skömmu áður var blysi kastað inná völlinn. Annað markið kom skömmu síðar, Giovanni Di Lorenzo tók hornspyrnu og tvítugur Norður Makedóníumaður, Elif Elmas skoraði fyrsta mark sitt fyrir liðið. Tíu mínútum síðar skoraði markakóngur síðustu leiktíðar, Fabio Quagliarella stórglæsilegt mark. Viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf Svíans Albins Ekdal. Þetta var sjötta mark Quagliarella á leiktíðinni en fyrirliðinn skoraði 26 mörk á þeirri síðustu. Sampdoria kom boltanum í mark Napoli á 56. mínútu en eftir myndbandsdómarar skáru úr um að Manolo Gabbiadini hefði snert boltann með höndinni. Stuðningsmenn Sampdoria voru allt annað en ánægðir með að markið skyldi ekki fá að standa. Skömmu síðar skaut Lorenzo Insigne í tréverkið, Zielinski hirti frákastið og skoraði. Napolí fagnaði þriðja markinu en það var dæmt ógilt, sá pólski var rangstæður. Það var nóg að gera hjá myndbandsdómurum, Kostas Manolas braut á Quagliarella. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og þar sem Quagliarella meiddist í átökunum við gríska varnarmanninn, tók Manolo Gabbiadini vítið og jafnaði metin þegar 18 mínútur voru eftir. Skyndisókn Napoli skilaði marki átta mínútum fyrir leikslok. Sampdoria tapaði boltanum á miðjunni, Mario Rui og Lorenzo Insigne tættu vörnina í sundur og Diego Demme kom Napoli 3-2. Þýski varnartengiliðurinn var keyptur í janúar frá Leipzig og byrjar vel í serie A, skoraði í sínum þriðja leik fyrir félagið. Á áttundu mínútu uppbótartímans skoraði Dries Mertens fjórða mark Napoli. Emil Audero í marki Sampdoria fór í langt ferðalag út úr markinu og Mertens kláraði færið vel. Napoli hefur nú unnið þrjá leiki í röð, tvö í deild og Lazio í bikarnum. Þar mætir liðið Inter í undanúrslitum. Liðið er í 10. sæti í deildinni með 30 stig, 24 stigum frá Juventus. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Napoli á langþráðri sigurbraut í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Sjá meira