Smitaðir um borð orðnir tuttugu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 06:28 Farþegar um borð í Diamond Princess veifa ljósmyndurum. Vísir/EPA Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá greindust tíu með veiruna til viðbótar um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess sem er í einangrun við bryggju í japönsku borginni Yokohama. Andlát af völdum veirunnar voru skráð 73 í gær á meginlandi Kína. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi – met sem nú er slegið þriðja daginn í röð. Farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins Diamond Princess telja um 3700 manns. Í gær var greint frá því að skipið hefði verið sett í einangrun er það kom í höfn í Yokohama og tíu tilfelli Wuhan-veirusmits meðal farþega voru staðfest. Tíu hafa nú greinst til viðbótar og eru smitin því orðin samtals tuttugu. Áfram verður prófað fyrir veirunni um borð en hinir smituðu eru fluttir á sjúkrahús. Aðrir munu þurfa að dvelja um borð í skipinu í tvær vikur. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin fjörutíu. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Þrjú tilfelli veirunnar hafa verið staðfest um borð en alls hafa 33 verið prófaðir fyrir veirunni. Wuhan-veiran breiðist enn hratt út. Í gær var greint frá því að barn, sem greindist með veiruna þrjátíu klukkustundum eftir fæðingu í borginni Wuhan, gæti hafa smitast í móðurkviði. Einnig telst þó líklegt að barnið hafi smitast af móður sinni eftir fæðingu. Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Yfir 560 eru nú látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og um 27 þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Þá greindust tíu með veiruna til viðbótar um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess sem er í einangrun við bryggju í japönsku borginni Yokohama. Andlát af völdum veirunnar voru skráð 73 í gær á meginlandi Kína. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi – met sem nú er slegið þriðja daginn í röð. Farþegar og áhöfn skemmtiferðaskipsins Diamond Princess telja um 3700 manns. Í gær var greint frá því að skipið hefði verið sett í einangrun er það kom í höfn í Yokohama og tíu tilfelli Wuhan-veirusmits meðal farþega voru staðfest. Tíu hafa nú greinst til viðbótar og eru smitin því orðin samtals tuttugu. Áfram verður prófað fyrir veirunni um borð en hinir smituðu eru fluttir á sjúkrahús. Aðrir munu þurfa að dvelja um borð í skipinu í tvær vikur. Staðfest tilfelli veirunnar í Japan eru nú orðin fjörutíu. Annað skemmtiferðaskip að nafni World Dream, með um 3600 manns innanborðs, sætir einnig einangrun í Hong Kong. Þrjú tilfelli veirunnar hafa verið staðfest um borð en alls hafa 33 verið prófaðir fyrir veirunni. Wuhan-veiran breiðist enn hratt út. Í gær var greint frá því að barn, sem greindist með veiruna þrjátíu klukkustundum eftir fæðingu í borginni Wuhan, gæti hafa smitast í móðurkviði. Einnig telst þó líklegt að barnið hafi smitast af móður sinni eftir fæðingu.
Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30