Skólahljómsveit Kópavogs hefur fengið nýtt húsnæði Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 21:14 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Össur Geirsson skólastjóri hljómsveitarinnar við athöfnina í dag. Aðsend Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend Kópavogur Tónlist Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend
Kópavogur Tónlist Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira