Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 20:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/egill Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira