Hélt 23 börnum í gíslingu eftir að hafa boðið þeim í „afmælisveislu“ Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 14:06 Lögreglustöðin í Farrukhabad. Vísir/Getty Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu. Indland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu.
Indland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira