„Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 22:20 Snarrótin gagnrýnir að lögregla sé send ein í útköll þar sem óskað er sérstaklega eftir aðstoð sjúkrabíls. Vísir/Vilhelm Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“ Lögreglan Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
Snarrótin - samtök um skaðaminnkun og mannréttindi hvetur Neyðarlínuna til þess að endurskoða verkferla sína, þannig að öruggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar eiga þarf við manneskju í geðrofsástandi eða öðru ástandi þar sem þekking heilbrigðisstarfsfólks gæti nýst við lausn mála. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Þar er vísað til umfjöllunar Kompás um dauðsfall Heklu Lindar Jónsdóttur, en hún lést í átökum lögreglu sem kölluð var á vettvang í kjölfar þess að hringt var á Neyðarlínuna til þess að óska eftir sjúkrabíl fyrir hana. „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður. Þekking heilbrigðisstarfsfólks á ástandi af þessu tagi er lykilþáttur í að tryggja öryggi allra á vettvangi og andleg veikindi ættu alltaf sem önnur veikindi að vera meðhöndluð sem heilbrigðismál,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að út frá gögnum málsins, þar með töldum framburði lögregluþjóna á vettvangi, sé ljóst og óumdeilt að aðfarir lögreglu hafi meðal annars snúist um að „leggja Heklu Lind á magann og styðja hné á herðablaðasvæði hennar.“Sjá einnig: Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn „Þvinguð lega á maga auk þrýstings á bak er þekktur áhættuþáttur þegar reynt er að taka niður og skorða æsta manneskju. Vitað er að slíkar aðferðir geta aukið líkur á dauðsfalli, þar sem þrengt er að öndun manneskjunnar. Allt of mörg dæmi eru um að það hafi gerst og dæmin finnast um allan heim.“ Þá segir að aðferðir sem þær sem lýst er hér að ofan séu ekki á nokkurn hátt nauðsynlegar til þess að tryggja að manneskja sé kyrr, né til þess að tryggja öryggi á vettvangi. „Það starfsfólk geðdeildar sem sinnir verkefnum sem geta krafist þess að beita skjólstæðinga deildanna líkamlegum þvingunum fær sérstaka þjálfun í að notast við aðferðir sem draga úr áhættu af þessu tagi – þær eru til og þekkingarleysi á þeim er ekki afsökun,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Því hefur Snarrótin hvatt Neyðarlínu til þess að endurskoða verkferla sína svo tryggt sé að lögregla sé ekki send ein á vettvang þegar ljóst er að eiga þurfi við manneskju í geðrofi eða öðru ástandi þar sem ljóst þykir að þekking heilbrigðisstarfsmanna kann að nýtast. Þá hvetur Snarrótin til þess að lögregla mæti á vettvang heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings, en ekki ein síns liðs. Eins er lögreglan hvött til þess að endurskoða þá þjálfun sem lögregluþjónar fá í því að eiga við fólk í ástandi eins og því sem hér að ofan er lýst. Ef nauðsynlegt þyki að kalla til lögreglu við afskipti á veiku fólki sé lífsnauðsynlegt að lögregla hafi viðeigandi þjálfun til þess að takast á við slíkar aðstæður. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt ef það á að vera niðurstaða yfirferðar á því hvað dró Heklu Lind Jónsdóttur til dauða að það þurfi engu að breyta og að ekkert sé hægt að læra af málinu. Það væri augljóslega kolröng ályktun og ábyrgðarlaus. Eitt dauðsfall af þessu tagi er einu allt of mikið.“
Lögreglan Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira