Vísa liðþjálfa sem fór í kynleiðréttingu úr her Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 10:32 Liðþjálfinn Byun Hee-soo ræddi nýverið við blaðamenn í Suður-Kóreu og lýsti yfir vilja sínum til að vera áfram í hernum. AP/Ahn Young-joon Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum. Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum.
Suður-Kórea Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira