Fluttu á Seyðisfjörð til að bæta lífsgæði fjölskyldunnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. janúar 2020 17:30 Katla Rut Pétursdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson stofnuðu saman leikfélag á Seyðisfirði og frumsýna sitt fyrsta verk í febrúar. Katla Rut Pétursdóttir var alin upp á Seyðisfirði til 16 ára aldurs og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Árið 2018 flutti hún aftur til Seyðisfjarðar og hefur nú stofnað þar atvinnuleikhóp og sviðslistafélag með Kolbeini Arnbjörnssyni eiginmanni sínum. Hópurinn Lið fyrir Lið frumsýnir verkið Skarfur á Seyðisfirði þann 7. febrúar en verkið verður einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. „Verkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og farið í gegnum margskonar umbreytingarferli á þeim tíma,“ segir Katla í samtali við Vísi. Katla og Kolbeinn kynntust fyrir tíu árum síðan, árið 2009, þegar þau léku par í stuttmynd. „Stefnan var aldrei beint tekin á Seyðisfjörð en í hvert einasta skipti sem við heimsóttum staðinn þá leið okkur einstaklega vel. Fluttum síðan í maí 2018. Seldum íbúð í 104 og keyptum okkur einbýlishús á Seyðisfirði með því markmiði að bæta við lífsgæði okkar og dætra okkar, meiri rými, nálægð við náttúruna og vilja um að gera húsið algjörlega upp.“ Hryggjarliðirnir pössuðu saman Sviðslistafélagið Lið fyrir lið var stofnað í janúar á síðasta ári og Skarfur er fyrsta verk félagsins. Katla og Kolbeinn eru einu meðlimir leikfélagsins. „Félagið samanstendur af okkur hjónunum en auðvitað þegar búa á til sviðsverk þarf að sækja aðstoð og vinnu til margra. Í samstarfshópi okkar að þessu sinni er leikstjóri, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, ljósmyndari, leikmyndasmiður, ljósahönnuður, markaðsteymi og svo lengi mætti upp telja. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi því okkar markmið er að efla, skapa og bæta við nú þegar fjölbreytta lista- og menningarflóru Austurlands. Sem dæmi má nefna erum við nú þegar byrjuð í samtali og samstarfi við danshöfund sem býr í Reykjavík sem vill flytja verk sitt austur og við rithöfund sem býr einnig fyrir sunnan um skrif á kvikmyndahandriti, byggt á hugmynd sem kviknaði út frá sviðslistaverkinu Skarfi.“ Nafnið á félaginu, Lið fyrir lið, er þeim mjög persónulegt. „Sumarið þegar við kynntumst vorum við á göngu í fjörunni á Melrakkasléttu á landi fjölskyldunnar minnar. Ég hafði týnt bein, hryggjarlið úr dýri, sennilega kind, og geymt í vasanum. Þegar við komum svo að húsinu aftur þá dregur Kolbeinn upp nákvæmlega eins hryggjarlið og réttir mér. Ég rétti honum minn og það var eiginlega okkar trúlofun. Hryggjarliðirnir pössuðu saman. Lið fyrir lið hefur svo auðvitað skemmtilega skírskotun bæði í verklag og samvinnu.“ Skarfur er nýtt íslenskt sviðsverk á 70 ára afmælisdagskrá Þjóðleikhússins. Sviðsverkið er skrifað af Kolbeini sem er einnig flytjandi verksins og er styrkt af Menningar-og menntamálaráðuneytinu, Rannís og uppbyggingarsjóði Austurlands. „Skarfur er rannsókn á skynjun, náttúru, tíma, minningum og arfleið. Stór og epísk rannsóknarefni sem við nálgumst með næmni og forvitni.“ Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson, nýráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið en hljóðheimur og tónlist er í höndum Benna Hemm Hemm. Tvær vikur eru í frumsýningu og Katla segir að undirbúningurinn gangi virkilega vel. „Þökk sé samstilltum hópi, vinnusemi, næmni og ómetanlegri aðstoð frá ótal fólki í kringum okkur.“ Um verkið: Í verkinu Skarfur leitast sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið við að umbreyta hugsuninni um að skynjun og skilningur séu andstæðir pólar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Umhverfið er hugsanlega vinnustofa listamanns, rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk, fjallgarður. Andlitsdrættir og svipbrigði aðalpersónu verksins hafa ekki enn verið fullskapaðir. Hún mátar sig við heiminn í gegnum ferðalag sem minnir helst á draum. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum? Frumleg og fyndin sýning sem kemur áhorfendanum sífellt á óvart. Ástin og lífið Leikhús Seyðisfjörður Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Katla Rut Pétursdóttir var alin upp á Seyðisfirði til 16 ára aldurs og hefur verið með annan fótinn þar síðan. Árið 2018 flutti hún aftur til Seyðisfjarðar og hefur nú stofnað þar atvinnuleikhóp og sviðslistafélag með Kolbeini Arnbjörnssyni eiginmanni sínum. Hópurinn Lið fyrir Lið frumsýnir verkið Skarfur á Seyðisfirði þann 7. febrúar en verkið verður einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. „Verkefnið hefur verið í gangi í tvö ár og farið í gegnum margskonar umbreytingarferli á þeim tíma,“ segir Katla í samtali við Vísi. Katla og Kolbeinn kynntust fyrir tíu árum síðan, árið 2009, þegar þau léku par í stuttmynd. „Stefnan var aldrei beint tekin á Seyðisfjörð en í hvert einasta skipti sem við heimsóttum staðinn þá leið okkur einstaklega vel. Fluttum síðan í maí 2018. Seldum íbúð í 104 og keyptum okkur einbýlishús á Seyðisfirði með því markmiði að bæta við lífsgæði okkar og dætra okkar, meiri rými, nálægð við náttúruna og vilja um að gera húsið algjörlega upp.“ Hryggjarliðirnir pössuðu saman Sviðslistafélagið Lið fyrir lið var stofnað í janúar á síðasta ári og Skarfur er fyrsta verk félagsins. Katla og Kolbeinn eru einu meðlimir leikfélagsins. „Félagið samanstendur af okkur hjónunum en auðvitað þegar búa á til sviðsverk þarf að sækja aðstoð og vinnu til margra. Í samstarfshópi okkar að þessu sinni er leikstjóri, tónlistarmaður, grafískur hönnuður, ljósmyndari, leikmyndasmiður, ljósahönnuður, markaðsteymi og svo lengi mætti upp telja. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi því okkar markmið er að efla, skapa og bæta við nú þegar fjölbreytta lista- og menningarflóru Austurlands. Sem dæmi má nefna erum við nú þegar byrjuð í samtali og samstarfi við danshöfund sem býr í Reykjavík sem vill flytja verk sitt austur og við rithöfund sem býr einnig fyrir sunnan um skrif á kvikmyndahandriti, byggt á hugmynd sem kviknaði út frá sviðslistaverkinu Skarfi.“ Nafnið á félaginu, Lið fyrir lið, er þeim mjög persónulegt. „Sumarið þegar við kynntumst vorum við á göngu í fjörunni á Melrakkasléttu á landi fjölskyldunnar minnar. Ég hafði týnt bein, hryggjarlið úr dýri, sennilega kind, og geymt í vasanum. Þegar við komum svo að húsinu aftur þá dregur Kolbeinn upp nákvæmlega eins hryggjarlið og réttir mér. Ég rétti honum minn og það var eiginlega okkar trúlofun. Hryggjarliðirnir pössuðu saman. Lið fyrir lið hefur svo auðvitað skemmtilega skírskotun bæði í verklag og samvinnu.“ Skarfur er nýtt íslenskt sviðsverk á 70 ára afmælisdagskrá Þjóðleikhússins. Sviðsverkið er skrifað af Kolbeini sem er einnig flytjandi verksins og er styrkt af Menningar-og menntamálaráðuneytinu, Rannís og uppbyggingarsjóði Austurlands. „Skarfur er rannsókn á skynjun, náttúru, tíma, minningum og arfleið. Stór og epísk rannsóknarefni sem við nálgumst með næmni og forvitni.“ Leikstjóri verksins er Pétur Ármannsson, nýráðinn dramatúrg við Borgarleikhúsið en hljóðheimur og tónlist er í höndum Benna Hemm Hemm. Tvær vikur eru í frumsýningu og Katla segir að undirbúningurinn gangi virkilega vel. „Þökk sé samstilltum hópi, vinnusemi, næmni og ómetanlegri aðstoð frá ótal fólki í kringum okkur.“ Um verkið: Í verkinu Skarfur leitast sviðslistahópurinn Lið fyrir Lið við að umbreyta hugsuninni um að skynjun og skilningur séu andstæðir pólar í gegnum náttúruna í manninum og manninn í náttúrunni. Vandamál manneskjunnar á lífsleiðinni virðast alltaf vera köllun til umbreytinga og viðhorfsbreytinga. Umhverfið er hugsanlega vinnustofa listamanns, rannsóknarstofa, geimskip, leikherbergi barns, eyðimörk, fjallgarður. Andlitsdrættir og svipbrigði aðalpersónu verksins hafa ekki enn verið fullskapaðir. Hún mátar sig við heiminn í gegnum ferðalag sem minnir helst á draum. Hvað sjáum við, heyrum, finnum, skiljum og skynjum? Frumleg og fyndin sýning sem kemur áhorfendanum sífellt á óvart.
Ástin og lífið Leikhús Seyðisfjörður Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira