Hvaða þýðingu hefur helförin fyrir okkur? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 27. janúar 2020 10:30 Alþjóðlegi minningardagurinn um helförina var stofnsettur af Sameinuðu þjóðunum árið 2005. Dagurinn í dag varð fyrir valinu af þeirri ástæðu að þann 27. janúar árið 1945 voru Auschwitz-útrýmingarbúðirnar frelsaðar af sovéska hernum.Í Auschwitz-búðunum einum lét 1.1 milljón manns lífið, en samanlagður fjöldi þeirra sem lést í öðrum útrýmingarbúðum, vinnubúðum og gettóum á yfirráðasvæði nasista í Austur-Evrópu var mun hærri. Heildarfjöldi þeirra sem létust vegna kerfisbundinna ofsókna á stríðsárunum telur 17 milljónir manns.1 Fjöldi látinna er til marks um yfirlýst markmið Adolfs Hitlers og flokkssystkina hans að útrýma öllum þeim þegnum sem þau töldu „óæskilega“ á einhvern hátt. Undir þann hatt féllu hinar ýmsu slavnesku þjóðir, Gyðingar, Rómafólk, fatlaðir, samkynhneigðir og fjöldi annarra hópa. Af öllum hópunum sem voru teknir fyrir sóttu nasistar langsamlega harðast gegn þjóðarbroti Gyðinga. Meðal hinna látnu voru Gyðingar stærsti hópurinn og af öllum þeim veggspjöldum og áróðursritum sem voru skrifuð gegn minnihlutahópum var flestum þeirra beint gegn Gyðingum. 6 milljónir Gyðinga létu lífið í helförinni og fækkaði þeim á heimsvísu úr 17 milljónum í 11 milljónir – um það bil þriðjungur allra Gyðinga í heiminum lét lífið. Því miður hefur með árunum myndast ákveðin hugarfarsleg fjarlægð á milli yngri kynslóðanna og helfararinnar. Í dag eru 75 ár síðan frelsunin frá Auschwitz átti sér stað og fáir eftirlifandi sem geta sagt frá reynslu sinni. En það eru aðrar ástæður fyrir því að fólk gæti átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu hryllileg helförin var í raun og veru. Á ýmsan hátt hefur verið gert lítið úr þeim hörmungum sem áttu sér stað. Það er vert að taka dæmi um tvær birtingarmyndir þess. Helförin gengisfelld með óviðeigandi samanburði Það er í sjálfu sér eðlileg tilhneiging að setja liðna atburði í samhengi við nútímann. Vegna fyrrnefndrar fjarlægðar við sögusvið helfararinnar hefur það hins vegar gerst að hún sé sett í óviðeigandi samhengi. Dagur sem var fyrst og fremst hugsaður sem minningardagur um þá sem létust og þá sem komust naumlega af, hefur af og til verið „vopnvæddur“ í pólitískum tilgangi. Dæmi um það er þegar samanburður er dreginn við nútímaatburði sem eru engan veginn sambærilegir helförinni. Auðvitað ætti fólk að gagnrýna það í heiminum sem er gagnrýnisvert, en þegar samanburður er dreginn upp við atburði sem eru miklu smærri í sniðum og endurspegla flókna milliríkjapólitík frekar en nokkuð annað, er þá ekki bæði gengisfelling á helförinni og vanvirðing gagnvart fórnarlömbum hennar að draga upp slíkan samanburð? Í þeim tilfellum er varla annað að sjá en að helförin skipti litlu sem engu máli fyrir hlutaðeigandi, nema þá einungis sem hentugur stökkpallur út í þeirra eigin baráttumál.2 En eins óviðeigandi og þetta nú er, þá skýtur reglulega upp kollinum eldri og jafnvel alvarlegri birtingarmynd lítilsvirðingar gagnvart fórnarlömbum helfararinnar. Helfararafneitarar eru þöglir um lykilatriði Á nýafstöðnum minningarfundi um helförina sem var haldinn í pólska sendiráðinu bað einn gestanna um að fá orðið og hreytti síðan út úr sér dylgjum þess efnis að tölurnar um fjölda þeirra Gyðinga sem létust í helförinni hafi verið stórlega ýktar og því hafi ekki átt sér stað nein helför. Þessi athugasemd fékk sem betur fer lítinn hljómgrunn og maðurinn var með réttu harðlega gagnrýndur af öðrum gesti í kjölfarið. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og það þarf lítið að spyrja sig um tilefnin sem liggja þar að baki. Það er ekki annað að sjá en að allir sem haldi slíku fram aðhyllist lífseigar andgyðinglegar samsæriskenningar. Það er einnig áberandi að helfararafneitarar nálgist málið alltaf frá þeirri hlið að þræta fyrir fjölda hinna látnu, en láta það hins vegar kyrrt liggja að minnast á að nasistar höfðu augljóslega einbeittan brotavilja þegar kom að því að hreinsa heiminn af Gyðingum og öllum öðrum sem þeir töldu óæskilega. Það er erfitt að skilja þögn þeirra um fyrirætlanir nasista sem annað en þegjandi samþykki. Að því gefnu er allt þetta karp um tölfræði einungis tilraun til að beina umræðunni frá þeirri staðreynd að þeir eru einfaldlega fylgjandi slíkri aðför gegn minnihlutahópum. Víti til varnaðar Minning helfararinnar hjálpar okkur að sjá sögu mannréttinda í víðara samhengi. Hún hjálpar okkur að sjá hversu hratt réttindum Gyðinga og annarra minnihlutahópa hefur farið fram og hversu dýrmæt þessi réttindi eru. Auk þess veitir helförin áminningu um það hversu fljótt hættuleg hugmyndafræði getur leitt af sér hræðilegar afleiðingar ef ekki tekst að sporna við henni. Sú áminning á sérstaklega erindi til okkar í dag þar sem kunnuglegri, hatursfullri pólitískri hugmyndafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, því það er ekki einungis verkefni stjórnmálamanna, heldur alls samfélagsins að hafna slíkri hugmyndafræði. Heimildir 1 https://auschwitz.org/en/museum/news/light-of-remembrance-for-sara-j-bloomfield-director-of-united-states-holocaust-memorial-museum,1356.html 2 https://www.telegraph.co.uk/news/2020/01/23/israel-accuses-bbc-belittling-holocaust-eve-major-auschwitz/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi minningardagurinn um helförina var stofnsettur af Sameinuðu þjóðunum árið 2005. Dagurinn í dag varð fyrir valinu af þeirri ástæðu að þann 27. janúar árið 1945 voru Auschwitz-útrýmingarbúðirnar frelsaðar af sovéska hernum.Í Auschwitz-búðunum einum lét 1.1 milljón manns lífið, en samanlagður fjöldi þeirra sem lést í öðrum útrýmingarbúðum, vinnubúðum og gettóum á yfirráðasvæði nasista í Austur-Evrópu var mun hærri. Heildarfjöldi þeirra sem létust vegna kerfisbundinna ofsókna á stríðsárunum telur 17 milljónir manns.1 Fjöldi látinna er til marks um yfirlýst markmið Adolfs Hitlers og flokkssystkina hans að útrýma öllum þeim þegnum sem þau töldu „óæskilega“ á einhvern hátt. Undir þann hatt féllu hinar ýmsu slavnesku þjóðir, Gyðingar, Rómafólk, fatlaðir, samkynhneigðir og fjöldi annarra hópa. Af öllum hópunum sem voru teknir fyrir sóttu nasistar langsamlega harðast gegn þjóðarbroti Gyðinga. Meðal hinna látnu voru Gyðingar stærsti hópurinn og af öllum þeim veggspjöldum og áróðursritum sem voru skrifuð gegn minnihlutahópum var flestum þeirra beint gegn Gyðingum. 6 milljónir Gyðinga létu lífið í helförinni og fækkaði þeim á heimsvísu úr 17 milljónum í 11 milljónir – um það bil þriðjungur allra Gyðinga í heiminum lét lífið. Því miður hefur með árunum myndast ákveðin hugarfarsleg fjarlægð á milli yngri kynslóðanna og helfararinnar. Í dag eru 75 ár síðan frelsunin frá Auschwitz átti sér stað og fáir eftirlifandi sem geta sagt frá reynslu sinni. En það eru aðrar ástæður fyrir því að fólk gæti átt erfitt með að gera sér í hugarlund hversu hryllileg helförin var í raun og veru. Á ýmsan hátt hefur verið gert lítið úr þeim hörmungum sem áttu sér stað. Það er vert að taka dæmi um tvær birtingarmyndir þess. Helförin gengisfelld með óviðeigandi samanburði Það er í sjálfu sér eðlileg tilhneiging að setja liðna atburði í samhengi við nútímann. Vegna fyrrnefndrar fjarlægðar við sögusvið helfararinnar hefur það hins vegar gerst að hún sé sett í óviðeigandi samhengi. Dagur sem var fyrst og fremst hugsaður sem minningardagur um þá sem létust og þá sem komust naumlega af, hefur af og til verið „vopnvæddur“ í pólitískum tilgangi. Dæmi um það er þegar samanburður er dreginn við nútímaatburði sem eru engan veginn sambærilegir helförinni. Auðvitað ætti fólk að gagnrýna það í heiminum sem er gagnrýnisvert, en þegar samanburður er dreginn upp við atburði sem eru miklu smærri í sniðum og endurspegla flókna milliríkjapólitík frekar en nokkuð annað, er þá ekki bæði gengisfelling á helförinni og vanvirðing gagnvart fórnarlömbum hennar að draga upp slíkan samanburð? Í þeim tilfellum er varla annað að sjá en að helförin skipti litlu sem engu máli fyrir hlutaðeigandi, nema þá einungis sem hentugur stökkpallur út í þeirra eigin baráttumál.2 En eins óviðeigandi og þetta nú er, þá skýtur reglulega upp kollinum eldri og jafnvel alvarlegri birtingarmynd lítilsvirðingar gagnvart fórnarlömbum helfararinnar. Helfararafneitarar eru þöglir um lykilatriði Á nýafstöðnum minningarfundi um helförina sem var haldinn í pólska sendiráðinu bað einn gestanna um að fá orðið og hreytti síðan út úr sér dylgjum þess efnis að tölurnar um fjölda þeirra Gyðinga sem létust í helförinni hafi verið stórlega ýktar og því hafi ekki átt sér stað nein helför. Þessi athugasemd fékk sem betur fer lítinn hljómgrunn og maðurinn var með réttu harðlega gagnrýndur af öðrum gesti í kjölfarið. Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni og það þarf lítið að spyrja sig um tilefnin sem liggja þar að baki. Það er ekki annað að sjá en að allir sem haldi slíku fram aðhyllist lífseigar andgyðinglegar samsæriskenningar. Það er einnig áberandi að helfararafneitarar nálgist málið alltaf frá þeirri hlið að þræta fyrir fjölda hinna látnu, en láta það hins vegar kyrrt liggja að minnast á að nasistar höfðu augljóslega einbeittan brotavilja þegar kom að því að hreinsa heiminn af Gyðingum og öllum öðrum sem þeir töldu óæskilega. Það er erfitt að skilja þögn þeirra um fyrirætlanir nasista sem annað en þegjandi samþykki. Að því gefnu er allt þetta karp um tölfræði einungis tilraun til að beina umræðunni frá þeirri staðreynd að þeir eru einfaldlega fylgjandi slíkri aðför gegn minnihlutahópum. Víti til varnaðar Minning helfararinnar hjálpar okkur að sjá sögu mannréttinda í víðara samhengi. Hún hjálpar okkur að sjá hversu hratt réttindum Gyðinga og annarra minnihlutahópa hefur farið fram og hversu dýrmæt þessi réttindi eru. Auk þess veitir helförin áminningu um það hversu fljótt hættuleg hugmyndafræði getur leitt af sér hræðilegar afleiðingar ef ekki tekst að sporna við henni. Sú áminning á sérstaklega erindi til okkar í dag þar sem kunnuglegri, hatursfullri pólitískri hugmyndafræði hefur vaxið fiskur um hrygg, því það er ekki einungis verkefni stjórnmálamanna, heldur alls samfélagsins að hafna slíkri hugmyndafræði. Heimildir 1 https://auschwitz.org/en/museum/news/light-of-remembrance-for-sara-j-bloomfield-director-of-united-states-holocaust-memorial-museum,1356.html 2 https://www.telegraph.co.uk/news/2020/01/23/israel-accuses-bbc-belittling-holocaust-eve-major-auschwitz/
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun