Hugur Ármanns hjá vinabænum Wuhan Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 09:39 Ómar Stefánsson, Liam Peng og Gunnar I. Birgisson ásamt öðrum fulltrúm Kópavogs og Wuhan við undirritunina árið 2007. Kópavogsbær Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“ Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir hug sinn hafa verið hjá Wuhan-borg að undanförnu. Kópavogur og Wuhan undirrituðu vinabæjarsamband haustið 2007 og hafa sveitarfélögin sent fulltrúa sín á milli, síðast árið 2017. Wuhan er nú í eldlínunni vegna skæðrar kórónaveiru sem kennd er við borgina og segist bæjarstjóri Kópavogs vona að þarlendum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum faraldursins, sem dregið hefur rúmlega 100 manns til dauða. Gunnar I. Birgisson og Ómar Stefánsson, þáverandi bæjarstjóri og formaður bæjarráðs Kópavogs, undirrituðu vinabæjarsambandið við Wuhan-borg ásamt Peng Lemin, sem þá gegndi stöðu aðalframkvæmdastjóra fastanefndar kínversku borgarinnar. Undirritunin fór fram í Gerðasafni í september 2007 en þá stóð yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi og gátu gestir hátíðarinnar meðal annars séð hinar ýmsu minjar frá nýja vinabænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Tilgangur vinabæjarsambandsins var að efla „gagnkvæman skilning og vináttu þjóða Kína og Íslands“ og var ætlunin að koma á reglulegum samskiptum milli sveitarfélaganna tveggja - „til að greiða fyrir viðræðum um samstarf og heimsóknir auk sameiginlegra hagsmuna og hugðarefna.“ Það er þó ekki hægt að segja að samgangurinn milli borganna hafi verið mikill frá undirrituninni í Gerðasafni. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hafa fulltrúar Wuhan-borgar tvívegis heimsótt Kópavog, árið 2013 og 2017, auk þess sem fulltrúi Bæjarstjórnar Kópavogs fór til Wuhan árið 2008. Þrátt fyrir stopult samband segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, að hugur hans hafi leitað til vinabæjarins í austri síðustu daga. Fjölmiðlar hafa verið undirlagðir fréttum af skæðri veiru sem átti upptök sín í Wuhan, borgin er í hálfgerðri einangrun og hefur verið tekin ákvörðun um að reisa þar tvo nýja spítala til að hlúa að hinum sjúku. „Ég hef hugsað til Wuhan undanfarið, borgin er okkar vinabær og ástandið þar er alvarlegt,“ segir Ármann. „Vonandi tekst stjórnvöldum að ná tökum á þessari skæðu pest.“
Kína Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34 Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Wuhan verður vinabær Kópavogs Vinabæjarsamband var í dag undirritað milli Wuhan borg í Hubei héraði í Kína. Stefnt er að því að auka gagnkvæman skilning og vináttu þjóðanna tveggja. 29. september 2007 15:34
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20