Variety fjallar um þáttaraðir sem Baldvin Z framleiðir með Stöð 2 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2020 07:00 Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, Baldvin Z og Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. Þar er fjallað um þrjár af fjórum þáttaröðum sem hann vinnur að fyrir Stöð 2. Um er að ræða þættina Svörtu sandar sem er glæpasería um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton, Baldvin Z og Andra Óttarsson. Serían verður leikstýrð af Baldvini Z og fara Aldís Amah Hamilton, Þorsteinn Bachmann, Þorvaldur Davíð og Steinunn Ólína meðal annars með hlutverk í þáttunum. Þættirnir Vegferðin er sex þátta sería sem verður hefur göngu sína á Stöð 2 fyrir næstu jól. Um er að ræða þætti þar sem íslensk og ensk tunga mun hljóma en Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með hlutverk í þáttunum. Þeir fjalla um ferðalag þeirra tveggja um Ísland og leikstýrir Baldvin Z þáttunum. Svörtu Sandar og Magaluf.Stöð 2 Einnig er talað um þættina Eurogarðurinn sem er átta þátta gamansería sem hann framleiðir með Arnóri Pálma Arnarssyni. Þættirnir gerast í Húsdýragarðinum og verða frumsýndir í september á þessu ári. Í grein Variety vantar eina seríu sem Stöð 2 mun sýna og framleidd af Andra Ómarssyni, Herði Rúnarssyni og Abby Haflíða. Þáttaröðin er eftir Ragnar Bragason, Snjólaugu Lúðvíksdóttir og leikstýrð af Magnúsi Leifsyni. Hún heitir Magaluf og á að fara í tökur síðar á þessu ári. Þetta eru grátbroslegir þættir sem gerast í kringum 1979 þegar diskótímabilið var í hámarki, skemmtistaðurinn Hollywood var í blóma og fólk streymdi til Mallorca í þriggja vikna sumarfrí. Þættirnir fjalla um ungan diskótekara sem gerist fararstjóri í Íslendingaferð til Mallorca svo hann geti elt æskuástina þangað. Þættirnir eru allir framleiddir af fyrirtækinu Glassriver. Menning Svörtu sandar Tengdar fréttir Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. 6. september 2019 14:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Á vefsíðunni virtu Variety er fjallað nokkuð ítarlega um leikstjórann Baldvin Z og þau verkefni sem hann er með í pípunum. Þar er fjallað um þrjár af fjórum þáttaröðum sem hann vinnur að fyrir Stöð 2. Um er að ræða þættina Svörtu sandar sem er glæpasería um dularfullt dauðsfall ferðamanns á Íslandi. Ung lögreglukona byrjar að rannsaka málið, en áttar sig ekki á því að hún er að flækjast inn í mun stærra mál sem teygir sig mörg ár aftur í tímann. Sagan eftir Ragnar Jónsson, Aldísi Hamilton, Baldvin Z og Andra Óttarsson. Serían verður leikstýrð af Baldvini Z og fara Aldís Amah Hamilton, Þorsteinn Bachmann, Þorvaldur Davíð og Steinunn Ólína meðal annars með hlutverk í þáttunum. Þættirnir Vegferðin er sex þátta sería sem verður hefur göngu sína á Stöð 2 fyrir næstu jól. Um er að ræða þætti þar sem íslensk og ensk tunga mun hljóma en Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson fara með hlutverk í þáttunum. Þeir fjalla um ferðalag þeirra tveggja um Ísland og leikstýrir Baldvin Z þáttunum. Svörtu Sandar og Magaluf.Stöð 2 Einnig er talað um þættina Eurogarðurinn sem er átta þátta gamansería sem hann framleiðir með Arnóri Pálma Arnarssyni. Þættirnir gerast í Húsdýragarðinum og verða frumsýndir í september á þessu ári. Í grein Variety vantar eina seríu sem Stöð 2 mun sýna og framleidd af Andra Ómarssyni, Herði Rúnarssyni og Abby Haflíða. Þáttaröðin er eftir Ragnar Bragason, Snjólaugu Lúðvíksdóttir og leikstýrð af Magnúsi Leifsyni. Hún heitir Magaluf og á að fara í tökur síðar á þessu ári. Þetta eru grátbroslegir þættir sem gerast í kringum 1979 þegar diskótímabilið var í hámarki, skemmtistaðurinn Hollywood var í blóma og fólk streymdi til Mallorca í þriggja vikna sumarfrí. Þættirnir fjalla um ungan diskótekara sem gerist fararstjóri í Íslendingaferð til Mallorca svo hann geti elt æskuástina þangað. Þættirnir eru allir framleiddir af fyrirtækinu Glassriver.
Menning Svörtu sandar Tengdar fréttir Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. 6. september 2019 14:30 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Skrifa undir samninga um tvær leiknar þáttaraðir Stöð 2 hefur skrifað undir samninga um tvær leiknar sjónvarpsþáttaraðir í framleiðslu Glassriver. 6. september 2019 14:30