Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 11:28 Blaðasali í Hong Kong heldur á dagblaði þar sem fjallað er um nýja tegund kórónaveiru. Tilkynnt hefur verið um möguleg smit í Hong Kong, Taívan og Suður-Kóreu. AP/Andy Wong Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira