„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 12:56 Hertogahjónin af Sussex lögðu undir sig forsíður blaðanna í morgun. Vísir/getty Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. Síðar í dag fer fram „krísufundur“ konungsfjölskyldunnar í Sandringham, þar sem framtíðarhlutverk hjónanna innan fjölskyldunnar er á dagskrá. Sjá einnig: Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Tilefni fundarins er óvænt ákvörðun Harry og Meghan þess efnis að þau ætli sér að yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Þau greindu jafnframt frá því í yfirlýsingu að þau hyggist verða „fjárhagslega sjálfstæð“. Drottningin boðaði í kjölfarið til áðurnefnds fundar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í Bretlandi. Á meðal viðstaddra verða drottningin sjálf, Karl Bretaprins, Vilhjálmur Bretaprins og áðurnefndur Harry. Meghan tekur þátt í fundinum símleiðis en hún er nú stödd í Kanada, þar sem hertogahjónin ætla að búa sér heimili með syni sínum, Archie. Viðtal við Opruh í burðarliðnum? Forsíður bresku dagblaðanna voru í morgun undirlagðar fréttum af fundinum. Þannig hafa mörg blaðanna ýjað að því að Harry og Meghan ætli að „láta allt flakka“ í sjónvarpsviðtali, mögulega við spjallþáttamógúlinn Opruh Winfrey, verði niðurstaða viðræðna við drottninguna ekki ásættanleg. Konungsfjölskyldan ku ekki vera ánægð þann ráðahag, sem kæmi til með að „sverta orðspor“ krúnunnar. Tom Bradby, sjónvarpsmaður og vinur hertogahjónanna, skrifaði pistil um málið í Sunday Times í gær. Bradby vann að gerð heimildarmyndar með Harry og Meghan á síðasta ári og þekkir því ágætlega til. „Ég hef nokkuð skýra hugmynd um það sem gæti birst á skjánum í löngu, hispurslausu viðtali og ég held að það verði ekki fallegt á að líta,“ skrifar Bradby. Hafna umfjöllun um ósætti Ákvörðun hertogahjónanna um að slíta sig frá krúnunni á þennan hátt hefur kynt enn frekar undir orðrómi um ósætti milli bræðranna Vilhjálms og Harrys. Times greindi frá því í morgun að sambandið þeirra á milli væri afar stirt þessi misserin vegna þess að sá fyrrnefndi hefði horn í síðu Meghan. Í sameiginlegri yfirlýsingu prinsanna segir að umfjöllun í „bresku dagblaði“ í dag um meint ósætti þeirra á milli sé beinlínis röng. Þá sé orðfæri á borð við það sem viðhaft er í umfjölluninni móðgandi og allt að því skaðlegt. Í umfjöllun BBC um fundinn í Sandringham segir að drottningin vonist eftir niðurstöðu í mál hertogahjónanna innan nokkurra daga. Á meðal umræðuefna verði fjárhagur hjónanna, hvort þau fái að halda titlum sínum og hvaða skyldum þau þurfi áfram að sinna.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30 Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30 Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Harry og Meghan hverfa af Madame Tussauds í London Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London hafa tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. 10. janúar 2020 11:30
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Meghan farin aftur til Kanada Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. 10. janúar 2020 10:30
Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12. janúar 2020 07:53
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“