Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:52 Fjölskylda forðar frá næsta nágrenni Taal-eldfjallsins. Aska hefur fallið víða í kringum fjallið. AP/Aaron Favila Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Yfirvöld á Filippseyjum hafa gert áætlanir um að flytja hundruð þúsunda manna frá nágrenni Taal-eldfjallsins sem byrjaði að gjósa um helgina af ótta við enn stærra gos. Tugir þúsunda manna hafa þegar þurft að flýja heimili sín. Aska frá Taal hefur þakið þorp í nágreninu og náð alla leið til höfuðborgarinnar Manila sem er 65 kílómetrum norðar. Hún hefur stöðvað flugsamgöngur þar og þurfti að aflýsa fleiri en fimm hundruð flugferðum á aðalflugvelli borgarinnar. Hann var opnaður að hluta til í dag eftir að öskufallinu slotaði, að sögn AP-fréttastofunnar. Gosið hófst þegar gufa, aska og grjót þeyttist allt að 10-15 kílómetra upp í loftið frá fjallinu í gær, að mati Eldfjalla- og jarðvirknistofnunar Filippseyja. Um tveggja kílómetra háa gufusúlu leggur nú frá fjallinu og skvettist hraun frá aðalgíg þess. Vísindamenn óttast þó að tíðir jarðskjálftar og vaxandi þrýstingur undir fjallinu gæti þýtt að hættulegt sprengigos sé í vændum. Þeir segja að rýma ætti algerlega svæði í fjórtán kílómetra radíus í kringum Taal. Næsthæsta varúðarstigi vegna eldgoss hefur verið lýst yfir. Fleiri en tvö hundruð manns fórust þegar Taal gaus árið 1965. Það er eitt minnsta eldfjall heims en talið það annað virkasta af á þriðja tug virkra eldfjalla á Filippseyjum. Hundruð manna fórust þegar Pinatubo-eldfjallið gaus í sprengigosi árið 1991. Það var eitt stærsta eldgos 20. aldarinnar. Aska stígur upp frá Taal-eldfjallinu á Luzon-eyju.AP/Gerrard Carreon
Filippseyjar Tengdar fréttir Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31