Harry Maguire verður aðalfyrirliði Man Utd eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Harry Maguire með fyrirliðabandið. Getty/Simon Stacpoole Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994 Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira