BHM gefur sex sumarbústaði í Brekkuskógi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2020 12:15 Sex A-bústaðir í eigu BHM verða gefnir áhugasömum gegn því að þeir verði fjarlægðir af staðnum. BHM Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur. Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur.
Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira