Boðar frekari árásir á sveitir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 21:30 Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49