Justin Thomas vann mót meistaranna eftir umspil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 07:15 Justin Thomas Getty/Harry How Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira