Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:18 Stúdentafélagið ABVP hefur verið sakað um að bera ábyrgð á árásinni. epa/STR Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum. Indland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum.
Indland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira