Appelsínugular viðvaranir, vegalokanir og snjóflóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 10:13 Svona er staðan á viðvörunum veðurstofu á hádegi í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka þegar gildi og renna ekki út fyrr en síðdegis. Vindur nær hámarki norðaustan og austanlands frá hádegi í dag og þar til undir kvöld, að því er fram kemur í viðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Búist er við hviðum allt að 40 m/s við vestanverðan Eyjafjörð til Dalvíkur, í Ljósavatnsskarði og eins á Héraði og staðbundið á Austfjörðum. Aðstæður verða mjög varasamar á vegum, þar sem hált er eða snjóþekja. Þá verður hríðarveður á Norðurlandi, víða 20-28 m/s og víðtækar samgöngutruflanir, einkum á Norðurlandi vestra. Ekkert ferðaveður verður í landshlutanum á meðan viðvörunin er í gildi, eða þar til klukkan 2 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að búið sé að loka veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur vegna mikils skafrennings og lélegs skyggnis. Þá er einnig lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar vegna snjóflóðs sem féll á veginn í morgun. Mælst er til þess að vegfarendur fylgist vel með veðurspám. Búið er að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli en enn er þó hvasst á svæðinu og Mosfellsheiði er enn lokuð, sem og Lyngdalsheiði og vegir í kringum Þingvallavatn. Þá er enn lokað á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og ófært um Svínadal. Flestir vegir á Snæfellsnesi eru jafnframt ýmist ófærir eða lokaðir. Á Vestfjörðum eru flestir fjallvegir ófærir og beðið verður með mokstur. Þá er vegum lokað á utanverðum Tröllaskaga vegna snjóflóðahættu en einnig er lokað á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Víða er þæfingsfærð og slæmt skyggni og sumstaðar yfirgefnir bílar í vegkanti. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum. Gular viðvaranir eru jafnframt enn í gildi í öðrum landshlutum þangað til síðdegis í dag. Skólaakstur hefur raskast og þá féllu allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. 8. janúar 2020 07:50
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent