„Gat aldrei skilað þessari fokking skömm“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. ágúst 2020 07:02 Erna Hrönn og Bibbi spjölluðu saman í um tvær klukkustundir og um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar, oftast kallaður Bibbi, í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar opnaði Erna sig um þau áföll sem hún hefur þurft að vinna sig út úr síðustu ár og er enn að. „Ég opnaði hjartað upp á gátt og eiginlega alveg óvart. Lagði öll spilin á borðið og leyfði öllu að flakka. Hver hefði trúað léttinum og frelsinu í að segja hlutina upphátt og þurfa ekki lengur að fela sig. Ég hef einfaldlega engu að tapa og þetta er minn veruleiki í dag,“ skrifar Erna í stöðufærslu á Facebook eftir viðtalið við Snæbjörn. Erna segir í þættinum að hún hafi fengið hlutverk í leikverkinu Hárið á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem hún átti að leika ólétta konu. Á þeim tíma varð Erna sjálf ólétt en missti fóstrið og það hafi tekið á að vinna í því áfalli. Einum mánuði eftir fósturmissinn varð Erna aftur á móti aftur ófrísk. Í kjölfarið segist hún hafa upplifað mikinn kvíða þegar stúlkan kom í heiminn. Erna segir frá einum erfiðasta tíma lífsins í þættinum þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. „Það byrjar í raun og veru að halla undan fæti hjá mér þegar að #metoo dettur í gang. Þá fer ég að horfast í augu við það sem gerðist í lok hljómsveitartímabils míns. Ég gat ekki tjáð mig á sínum tíma. Gerandi minn, konan hans var í einni grúbbunni, og ég gat ekki tjáð mig um það þar. Hún veit ekki af þessu svo ég viti. Fyrrverandi kona hans og barnsmóðir var í annarri grúbbunni og mér fannst erfitt að fara tjá mig um þetta þar. Þannig að ég ákvað bara að gera ekki neitt í því,“ segir Erna Hrönn í þættinum. Algengustu viðbrögðin „Það var eiginlega erfiðara, að þurfa halda þessu leyndu. Mig langaði ógeðslega mikið að klára þetta þarna en þá var ég alltaf að hugsa um alla hina. Þeim á eftir að líða svo illa með þetta. Ég gat aldrei skilað þessari fokking skömm. Ég fór og tala við eina dásamlega konu í Stígamótum og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í nokkur ár. Það opnaði vissulega sárið og þá fór allt að flæða út. Ég skrifaði mig mikið í gegnum þetta, bara fyrir sjálfan mig. Ég er á þeim stað að mér finnst þessu ólokið og ég þarf að klára þetta. Þetta er ótrúlega stór hluti af því hver ég er í dag. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér fyrir mín viðbrögð. Að hafa ekki ráðist á hann, öskrað á hann eða staðið á einhvern hátt með sjálfri mér. Viðbrögðin voru svo vandræðalega asnaleg. Ég komst að því þegar ég fór í Stígamót að þetta eru sko algengustu viðbrögð í heiminum.“ Hún segir að atvikið hafi átt sér stað í rútu úti á landi á tónleikaferðalagi. Maðurinn hafi ekki verið með henni í hljómsveit en unnið náið með bandinu. „Þarna er ég föst inni í rútu og vakna eina nóttina með drenginn aftan á mér og þarna veit ég í raun ekki hver hann er. Hann nauðgar mér. Svo þegar ég fer fram úr svefnrýminu og hann á eftir mér, þá sest ég í sætið mitt og fer að hlægja og segi, hvað var nú þetta? Það má enginn vita af þessu og ég er í svona brjálæðislegu hláturskasti. Megi hann fara til helvítis,“ segir Erna sem lærði síðar að þetta væru algengustu viðbrögð fórnarlamba. Hún segist vera á erfiðum stað í lífinu í dag hefur leitað sér aðstoðar hjá sjálfræðingi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ernu Hrönn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar, oftast kallaður Bibbi, í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar opnaði Erna sig um þau áföll sem hún hefur þurft að vinna sig út úr síðustu ár og er enn að. „Ég opnaði hjartað upp á gátt og eiginlega alveg óvart. Lagði öll spilin á borðið og leyfði öllu að flakka. Hver hefði trúað léttinum og frelsinu í að segja hlutina upphátt og þurfa ekki lengur að fela sig. Ég hef einfaldlega engu að tapa og þetta er minn veruleiki í dag,“ skrifar Erna í stöðufærslu á Facebook eftir viðtalið við Snæbjörn. Erna segir í þættinum að hún hafi fengið hlutverk í leikverkinu Hárið á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem hún átti að leika ólétta konu. Á þeim tíma varð Erna sjálf ólétt en missti fóstrið og það hafi tekið á að vinna í því áfalli. Einum mánuði eftir fósturmissinn varð Erna aftur á móti aftur ófrísk. Í kjölfarið segist hún hafa upplifað mikinn kvíða þegar stúlkan kom í heiminn. Erna segir frá einum erfiðasta tíma lífsins í þættinum þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. „Það byrjar í raun og veru að halla undan fæti hjá mér þegar að #metoo dettur í gang. Þá fer ég að horfast í augu við það sem gerðist í lok hljómsveitartímabils míns. Ég gat ekki tjáð mig á sínum tíma. Gerandi minn, konan hans var í einni grúbbunni, og ég gat ekki tjáð mig um það þar. Hún veit ekki af þessu svo ég viti. Fyrrverandi kona hans og barnsmóðir var í annarri grúbbunni og mér fannst erfitt að fara tjá mig um þetta þar. Þannig að ég ákvað bara að gera ekki neitt í því,“ segir Erna Hrönn í þættinum. Algengustu viðbrögðin „Það var eiginlega erfiðara, að þurfa halda þessu leyndu. Mig langaði ógeðslega mikið að klára þetta þarna en þá var ég alltaf að hugsa um alla hina. Þeim á eftir að líða svo illa með þetta. Ég gat aldrei skilað þessari fokking skömm. Ég fór og tala við eina dásamlega konu í Stígamótum og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í nokkur ár. Það opnaði vissulega sárið og þá fór allt að flæða út. Ég skrifaði mig mikið í gegnum þetta, bara fyrir sjálfan mig. Ég er á þeim stað að mér finnst þessu ólokið og ég þarf að klára þetta. Þetta er ótrúlega stór hluti af því hver ég er í dag. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér fyrir mín viðbrögð. Að hafa ekki ráðist á hann, öskrað á hann eða staðið á einhvern hátt með sjálfri mér. Viðbrögðin voru svo vandræðalega asnaleg. Ég komst að því þegar ég fór í Stígamót að þetta eru sko algengustu viðbrögð í heiminum.“ Hún segir að atvikið hafi átt sér stað í rútu úti á landi á tónleikaferðalagi. Maðurinn hafi ekki verið með henni í hljómsveit en unnið náið með bandinu. „Þarna er ég föst inni í rútu og vakna eina nóttina með drenginn aftan á mér og þarna veit ég í raun ekki hver hann er. Hann nauðgar mér. Svo þegar ég fer fram úr svefnrýminu og hann á eftir mér, þá sest ég í sætið mitt og fer að hlægja og segi, hvað var nú þetta? Það má enginn vita af þessu og ég er í svona brjálæðislegu hláturskasti. Megi hann fara til helvítis,“ segir Erna sem lærði síðar að þetta væru algengustu viðbrögð fórnarlamba. Hún segist vera á erfiðum stað í lífinu í dag hefur leitað sér aðstoðar hjá sjálfræðingi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ernu Hrönn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira