UEFA bannar áhorfendur í leiknum á móti Englandi á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 09:52 Laugardalsvöllur verður tómur þegar enska landsliðið mætir í næsta mánuði. Getty/Abdulhamid Hosbas Margir knattspyrnuáhugamenn hér á landi voru örugglega búnir að bíða spenntir eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á Laugardalsvellinum 5. september næstkomandi. Það er enn mánuður í leikinn og því ekki vitað hvernig ástandið verður á Íslandi þá hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Það breytir ekki því að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú tekið þá ákvörðun að engir áhorfendur verði leyfðir á landsleikjum á vegum sambandsins í september. Alle Uefa-kamper i september spilles for tomme tribuner: https://t.co/SA6me7BTjw— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) August 4, 2020 Þetta kemur fram í frétt hjá norska knattspyrnusambandinu sem segir frá því að engir áhorfendur verði leyfðir á heimaleik liðsins á móti Austurríki sem fer fram 4. september. Ísland og England mætast daginn eftir eða 5. september. Þremur dögum síðar spilar íslenska landsliðið út í Belgíu á móti heimamönnum og þar verður heldur engir áhorfendur leyfðir. Það á síðan eftir að taka ákvörðun um hvernig þessu verður háttað í landsleikjaglugganum í október. Það er ljóst að þetta eru ekki skemmtilegar fréttir enda fögnuðu eflaust margir þegar Íslands og Englands drógust saman í riðil í Þjóðadeildinni. Þetta er fyrsti keppnisleikur Íslands og Englands á íslenskri grundu og fyrsti leikur enska A-landsliðsins hér á landi. Þetta er líka fyrsti leikur þjóðanna síðan að íslensku strákarnir sendu enska landsliðið heim á EM í Frakklandi sumarið 2016. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Margir knattspyrnuáhugamenn hér á landi voru örugglega búnir að bíða spenntir eftir leik Íslands og Englands í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á Laugardalsvellinum 5. september næstkomandi. Það er enn mánuður í leikinn og því ekki vitað hvernig ástandið verður á Íslandi þá hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. Það breytir ekki því að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú tekið þá ákvörðun að engir áhorfendur verði leyfðir á landsleikjum á vegum sambandsins í september. Alle Uefa-kamper i september spilles for tomme tribuner: https://t.co/SA6me7BTjw— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) August 4, 2020 Þetta kemur fram í frétt hjá norska knattspyrnusambandinu sem segir frá því að engir áhorfendur verði leyfðir á heimaleik liðsins á móti Austurríki sem fer fram 4. september. Ísland og England mætast daginn eftir eða 5. september. Þremur dögum síðar spilar íslenska landsliðið út í Belgíu á móti heimamönnum og þar verður heldur engir áhorfendur leyfðir. Það á síðan eftir að taka ákvörðun um hvernig þessu verður háttað í landsleikjaglugganum í október. Það er ljóst að þetta eru ekki skemmtilegar fréttir enda fögnuðu eflaust margir þegar Íslands og Englands drógust saman í riðil í Þjóðadeildinni. Þetta er fyrsti keppnisleikur Íslands og Englands á íslenskri grundu og fyrsti leikur enska A-landsliðsins hér á landi. Þetta er líka fyrsti leikur þjóðanna síðan að íslensku strákarnir sendu enska landsliðið heim á EM í Frakklandi sumarið 2016.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira