Sá gríski tryggði Bucks sigur | Rosalegur leikur hjá Dallas og Houston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:30 Þessir tryggðu Houston sigur í ótrúlegum leik. Mike Ehrmann/Getty Images Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Eins og hefur komið ítrekað fram fara allir leikirnir fram í Disney World í Orlandó í hinni svokölluðu NBA-kúlu. Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics og þá vann Houston Rockets sigur á Dallas Mavericks í framlengdum leik. Magnað lið Milwaukee Bucks lagði Boston Celtics með sjö stiga mun, 119-112. Að venju fór gríska undrið – Giannis Antetokounmpo – fyrir sínum mönnum í Bucks. Hann var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en enginn annar leikmaður vallarins var með yfir 25 stig. Þá tók Giannis 15 fráköst. Leikurinn var jafn nær allan leikinn og segja má að leikurinn hafi unnist í síðasta fjórðung leiksins en fyrir 4. leikhluta var staðan jöfn, 87-87. Bucks gerðu 32 stig í loka fjórðung leiksins og lögðu grunninn að frábærum sigri. Varnarleikur var ekki í hávegum hafður í leik Dallas Mavericks og Houston Rockets þar sem Houston vann fjögurra stiga sigur í framlengdum leik. Stigaskora leiksins var hreint út sagt ótrúlegt en staðan eftir fyrsta fjórðung var 42-42. Alls skoruðu Dallas 87 stig í fyrri hálfleik einum og sér. Houston gafst ekki upp og og náðu að knýja fram framlengingu, staðan 139-139 að loknum leikhlutunum fjórum. Houston vann framlenginguna og þar með fyrsta leik liðsins í NBA-kúlunni. Evrópumennirnir í liði Dallas fóru fyrir sínum mönnum í nótt. Luka Dončić var með þrefalda tvennu. Hann setti 28 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók 13 fráköst. Þá var Kristaps Porziņģis með 39 stig ásamt því að taka 16 stig. 49 PTS (14-20 FGM) 9 REB, 8 AST 3 STL, 3 BLK@JHarden13 does it all in the @HoustonRockets overtime victory! #OneMission #WholeNewGame pic.twitter.com/41rVp1KhNN— NBA (@NBA) August 1, 2020 Hjá Rockets voru svo James Harden og Russell Westbrook í sérflokki. Harden var með 49 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa átta stoðsendingar. Westbrook kom svo þar á eftir með 31 stig og tók 11 fráköst. Leikur Portland Trail Blazers og Memphis Grizzlies fór alla leið í framlengingu. Þar höfðu Trail Blazers betur, 140-135. Hjá Portland voru CJ McCollum, Damian Lillard og Carmelo Anthony frábærir. McCollum setti 33 stig, Lillard var með 29 og gamla brýnið Anthony var með 21 stig. Hjá Grizzlies var Jaren Jackson Jr. með 33 stig og ungstirnið Ja Morant með 22 stig ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. @CJMcCollum drops 33 PTS on 14-21 shooting in the @trailblazers OT W! #RipCity #WholeNewGame pic.twitter.com/NN07uPJaPH— NBA (@NBA) August 1, 2020 Önnur úrslit Washington Wizards 112 – 125 Phoenix Suns Brooklyn Nets 118 – 128 – Orlando Magic San Antonio Spurs 129 – 120 Sacramento Kings
Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira