Telur ekki að of brátt hafi verið farið í opnun landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 11:34 Katrín segir Ísland hafa nálgast komu ferðamanna hingað til lands með varfærni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira