Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 11:09 Svandís Svavarsdóttir hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Þær gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Þar sem er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna er grímuskylda, á þetta sérstaklega við um almenningssamgöngur og farþegaferjur. Vinnustaðir, opinberar byggingar og verslanir þurfa að skipuleggja starfsemina þannig að ekki verði fleiri en 100 samankomnir í einu auk þess sem tveggja metra reglan sé virt. Þá þurfa þessir staðir að tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði fyrir almenning, þ.e. spritti og slíku, og sinni þrifum eins og unnt er. Starfsemi þar sem fólk notar sama búnað, eins og líkamsræktarstöðvar og spilasalir, fá tvo valmöguleika. Annars vegar að gera hlé á starfsemi sinni eða tryggja sótthreinsun á milli notenda. Þá er því beint til safna og annarra menningarhúsa að þeir geri hlé á starfsemi sinni ef þau treysta sér ekki til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægðarmörkum milli gesta. Opnunartími skemmti- og veitingastaða breytist ekki, áfram til 23. Tvær skimanir á landamærunum Þá verða aðgerðir hertar á landamærunum. Þau sem koma frá áhættusvæðum og dveljast lengur á Íslandi en í 10 daga þurfa að fara í tvær skimanir. Einu sinni við komuna til landsins og svo aftur að 4 til 6 dögum liðnum. Þá verður skerpt á reglum um heimkomusmitgát. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur og smit koma upp sem rekja má til komu ferðamanna sagði heilbrigðisráðherra að til skoðunar sé að grípa til enn frekari aðgerða á landamærunum. Fréttin hefur verið uppfærð Klippa: Svandís kynnir hertari aðgerðir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15 Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Níu ný innanlandssmit bætast við Tíu manns greindust með nýtt afbrigði kórónuveiru innanlands í gær og 39 eru nú í einangrun. Af þeim sem eru með virk smit eru 28 svonefnd innanlandssmit. 30. júlí 2020 11:15
Spítalainnlögn vegna Covid-19 Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar 30. júlí 2020 10:47