Sjáðu þegar eyrnalokkar komu í veg fyrir víti Margrétar - Hefði skotið í rangt horn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 14:26 Margrét Árnadóttir varð að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var tekin. mynd/stöð 2 sport Margrét Árnadóttir kom inn á sem varamaður og skoraði mark fyrir Þór/KA í 2-1 sigri á KR en fékk ekki að taka víti sem hún nældi í vegna þess að hún var með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Atvikið má sjá hér að neðan. Margrét hefði verið mínútu inni á vellinum þegar hún jafnaði metin í 1-1 á 56. mínútu. Tuttugu mínútum síðar nældi hún svo í vítaspyrnu sem hún hugðist taka. Laufey Björnsdóttir, leikmaður KR, benti hins vegar Sveini Arnarssyni dómara á það að Margrét væri með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Aðstoðardómari hafði ekki tekið eftir lokkunum þegar hann hleypti Margréti inn á völlinn. Margrét fékk gult spjald og var send að losa sig við eyrnalokkana, sem hún var fljót að gera, en dómari skipaði henni svo að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var framkvæmd. Það kom í hlut Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur að taka spyrnuna og hún skaut boltanum vinstra megin í markið og skoraði. „Ég vil meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét í viðtali við Einar Sigtryggsson á mbl.is. Hún gat hlegið að atvikinu eftir á: „Mér er alveg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár nætur ef hún hefði klúðrað vítinu út af ruglinu í mér,“ sagði Margrét við Einar. Klippa: Tók ekki vítið vegna eyrnalokkanna Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Margrét Árnadóttir kom inn á sem varamaður og skoraði mark fyrir Þór/KA í 2-1 sigri á KR en fékk ekki að taka víti sem hún nældi í vegna þess að hún var með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Atvikið má sjá hér að neðan. Margrét hefði verið mínútu inni á vellinum þegar hún jafnaði metin í 1-1 á 56. mínútu. Tuttugu mínútum síðar nældi hún svo í vítaspyrnu sem hún hugðist taka. Laufey Björnsdóttir, leikmaður KR, benti hins vegar Sveini Arnarssyni dómara á það að Margrét væri með eyrnalokka, sem er bannað innan vallar. Aðstoðardómari hafði ekki tekið eftir lokkunum þegar hann hleypti Margréti inn á völlinn. Margrét fékk gult spjald og var send að losa sig við eyrnalokkana, sem hún var fljót að gera, en dómari skipaði henni svo að bíða utan vallar á meðan að vítaspyrnan var framkvæmd. Það kom í hlut Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur að taka spyrnuna og hún skaut boltanum vinstra megin í markið og skoraði. „Ég vil meina að þetta hafi verið skrifað í skýin því ég ætlaði að skjóta í hornið sem markmaðurinn fór í. Arna Sif þurfti að taka vítið fyrir mig og skaut í hitt hornið. Við getum alveg þakkað dómaranum fyrir að hafa gripið í taumana,“ sagði Margrét í viðtali við Einar Sigtryggsson á mbl.is. Hún gat hlegið að atvikinu eftir á: „Mér er alveg sama fyrst Arna Sif skoraði. Ég hefði grenjað mig í svefn næstu þrjár nætur ef hún hefði klúðrað vítinu út af ruglinu í mér,“ sagði Margrét við Einar. Klippa: Tók ekki vítið vegna eyrnalokkanna
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-1 | Fyrsta tap KR eftir sóttkví KR komst yfir en Þór/KA snéri taflinu sér í hag og vann mikilvægan sigur. 28. júlí 2020 21:45