Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2020 12:02 Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málefni embættisins að undanförnu. Stöð 2/Arnar Halldórsson Ráðherra getur fært lögreglustjórann á Suðurnesjum milli embætta enda liggi samþykki hans fyrir í þeim efnum. Skipun lögreglustjórans í embætti var framlengd á síðasta ári og á hann rétt til að gegna embætti að minnsta kosti þar til hann næst sjötugs aldri eftir þrjú ár. Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Allir þeir sem koma að málefnum lögreglustjóra embættisins á Suðurnesjum hafa meira og minna haldið fjölmiðlum frá sér eftir að átökin þar sprungu út á dögunum fyrir utan stuttorðaðar yfirlýsingar frá Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðingi embættisins og þremur öðrum æðstu undirmönnum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra og frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Í yfirlýsing fjórmenninganna, sem hafa gengið undir nafninu matarklúbburinn hjá embættinu, var öllum ásökunum á hendur þeim vísað á bug án frekari rökstuðnings og í yfirlýsingu ráðherra sagði að verið væri að skoða málin innan ráðuneytisins og á meðan myndi hún ekki tjá sig opinberlega. Hún hefur síðan verið á ferðlagi um landið að undanförnu í orlofi og lítið annað að frétta af málum en það sem haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er sögð hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson um að flytja sig um set frá Suðurnesjum til Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Nú síðast í gær greindi Fréttablaðið frá því að ráðherra hafi beðið Ólaf Helga að flytja sig til og taka við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem nú er laust. Ólafur Helgi vildi ekkert segja um þessi mál þegar eftir því var leitað í dag. Hann var fyrst skipaður í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2014 og var sú skipun endurnýjuð í september í fyrra og nær að minnsta kosti til þess þegar hann verður sjötugur árið 2023, en hann verður 67 ára í haust. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir í 36. grein að „stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, geti flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir stjórnvaldið," í þessu tilviki dómsmálaráðherra. Þá segir í sömu grein að „stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, geti flutt embættismann í annað starf án auglýsingar, enda liggi fyrir ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs," eins og segir í 36. grein laganna. Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra. Þá hefur ráðherra heimild til að færa embættismenn til starfa hjá öðru stjórnvaldi, eða undir öðru ráðuneyti, og beri þá að tryggja að hann njóti sömu launakjara og í fyrra embætti. Lögreglan Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Ráðherra getur fært lögreglustjórann á Suðurnesjum milli embætta enda liggi samþykki hans fyrir í þeim efnum. Skipun lögreglustjórans í embætti var framlengd á síðasta ári og á hann rétt til að gegna embætti að minnsta kosti þar til hann næst sjötugs aldri eftir þrjú ár. Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Allir þeir sem koma að málefnum lögreglustjóra embættisins á Suðurnesjum hafa meira og minna haldið fjölmiðlum frá sér eftir að átökin þar sprungu út á dögunum fyrir utan stuttorðaðar yfirlýsingar frá Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðingi embættisins og þremur öðrum æðstu undirmönnum Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra og frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Í yfirlýsing fjórmenninganna, sem hafa gengið undir nafninu matarklúbburinn hjá embættinu, var öllum ásökunum á hendur þeim vísað á bug án frekari rökstuðnings og í yfirlýsingu ráðherra sagði að verið væri að skoða málin innan ráðuneytisins og á meðan myndi hún ekki tjá sig opinberlega. Hún hefur síðan verið á ferðlagi um landið að undanförnu í orlofi og lítið annað að frétta af málum en það sem haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er sögð hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson um að flytja sig um set frá Suðurnesjum til Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Nú síðast í gær greindi Fréttablaðið frá því að ráðherra hafi beðið Ólaf Helga að flytja sig til og taka við embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem nú er laust. Ólafur Helgi vildi ekkert segja um þessi mál þegar eftir því var leitað í dag. Hann var fyrst skipaður í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum árið 2014 og var sú skipun endurnýjuð í september í fyrra og nær að minnsta kosti til þess þegar hann verður sjötugur árið 2023, en hann verður 67 ára í haust. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir í 36. grein að „stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, geti flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir stjórnvaldið," í þessu tilviki dómsmálaráðherra. Þá segir í sömu grein að „stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, geti flutt embættismann í annað starf án auglýsingar, enda liggi fyrir ósk eða samþykki embættismannsins sjálfs," eins og segir í 36. grein laganna. Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra. Þá hefur ráðherra heimild til að færa embættismenn til starfa hjá öðru stjórnvaldi, eða undir öðru ráðuneyti, og beri þá að tryggja að hann njóti sömu launakjara og í fyrra embætti.
Lögreglan Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55
Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26
Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57
Kostar ráðherra minnst 52 milljónir að losna við Ólaf Helga Skipun Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra var framlengd í fyrra. 24. júlí 2020 11:00
Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26