Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:25 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira