Miklar líkur taldar á hertari aðgerðum í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:11 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kallar eftir því að samkomuhöft verði þrengd. Það sé öllum fyrir bestu. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hyggst ekki aðstoða heilbrigðisyfirvöld við skimun gegn kórónuveirunni nema samkomuhöft verði hert. Talið er líklegra en ekki að aðgerðir verði hertar gegn faraldrinum sem skotið hefur aftur upp kollinum síðustu daga. Heilbrigðisráðherra fundaði í gær með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra um næstu skref. Engin ákvörðun var tekin á fundinum en til skoðunar er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna. Hópurinn mun aftur funda nú í morgunsárið og segir Fréttablaðið „miklar líkur“ á að tilkynnt verði um harðari aðgerðir eftir fund morgunsins. Í orðsendingu frá almannavörnum í gærkvöldi sagði að til skoðunar sé að þrengja fjöldatakmarkanir og gera tveggja metra regluna aftur að skyldu í mannlegum samskiptum. Hún hefur verið valkvæð síðustu vikur og þannig gert margvíslegri verslun og þjónustu kleift að starfa með nokkuð hefðbundnum hætti. Eigendur skemmtistaða óttast hins vegar að þurfa að loka aftur ef tveggja metra reglan verður ekki lengur aðeins tilmæli. Að sama skapi segja almannavarnir að til skoðunar sé að breyta áherslum og jafnvel grípa til harðari úrræða á landamærunum. Þó eigi eftir að greina betur gögn úr landamæraskimun til að taka ákvörðun í þeim efnum. Kári vill þrengja höft Segja má að Kári Stefánsson hafi sett þrýsting á stjórnvöld í gærkvöldi þegar hann sagði í samtali við vef Morgunblaðsins að starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni ef samkomuhöft verða ekki hert. Tilkynnt var í gær að Íslensk erfðagreining, sem hætti að sinna skimun fyrr í mánuðinum, kæmi nú aftur að ferlinu eftir að innanlandssmit blossuðu upp undanfarna daga. „Ef heilbrigðisyfirvöld ákveða að breyta engu þrátt fyrir þetta, þá verðum við ekki með í leiknum. Þetta er ekki ástand sem býður upp á að standa hjá og horfa á,“ segir Kári. Hann segir það eðlilegt að grípa til hertra aðgerða, það sé bæði eðli farsótta auk þess sem faraldurinn virðist aftur vera að blossa upp í löndunum í kringum okkur - löndum þaðan sem Íslendingar fá ferðamenn. Það skipti ekki síst máli að þrengja samkomuhöft í ljósi þess að skólastarf hefst aftur innan nokkura vikna. Hertar aðgerðir þjóni hagsmunum allra, líka ferðaþjónustunnar. „Þetta er spurning um að herða þetta um skamman tíma og geta þá aflétt því aftur. Hinn valmöguleikinn er að bíða í eina eða tvær vikur og þurfa þá að loka öllu til eilífðarnóns,“ segir Kári við Morgunblaðið. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49 Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hljóti að vera fleiri smitaðir í samfélaginu „Það leiðir mann að þeirri niðurstöðu að það hljóti að vera einstaklingar milli þessara aðila þannig að fleiri úti í samfélaginu séu sýktir af þessari veiru,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag. 28. júlí 2020 22:49
Undirbúa það sem þeir vildu ekki þurfa að undirbúa Arnar Gíslason segir fjölgun smita slæmar fréttir fyrir rekstraraðila fari það svo að gripið verði til harðari aðgerða á ný. 28. júlí 2020 22:53