Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:00 Valur er komið á topp Pepsi Max deildarinnar eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Vísir/Daniel Thor Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti. Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis. Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari. Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar. Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings Pepsi Max-mörkin FH Grótta Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Breiðablik ÍA Fjölnir Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti. Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis. Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari. Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar. Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings
Pepsi Max-mörkin FH Grótta Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Breiðablik ÍA Fjölnir Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira