„Óþolandi umferðarteppur við Ölfusárbrú,“ segir forseti bæjarstjórnar Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2020 12:10 Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust. Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð. „Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður. „Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“ En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann? „Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi. Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Árborg Umferð Umferðaröryggi Bílar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust. Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð. „Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður. „Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“ En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann? „Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi. Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt.
Árborg Umferð Umferðaröryggi Bílar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira