Vegurinn hrundi undan hesti og knapa Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 10:07 Atvikið varð á miðvikudagsmorgun. Skjáskot Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan. Bítið Hestar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Knapar í tveggja daga hestaferð lentu í því óskemmtilega atviki að vegurinn sem þeir riðu á hrundi á einum stað með þeim afleiðingum að einn hesturinn og knapi hans fóru nánast í kollhnís. Atvikið, sem varð við Hítará á Mýrunum á miðvikudagsmorgun, náðist á myndband. „Við vorum að leggja af stað í tveggja daga hestaferð og þetta var upphafið af ævintýri. Rétt áður en við lögðum af stað voru allir kátir en svo allt í einu hverfur hesturinn með knapann. Það er mesta mildi að það hafi ekki orðið alvarlegt slys,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson sem var með í ferðinni, en hann ræddi um málið í Bítinu í morgun. Hann segir mikla umferð vera um veginn á hverjum degi. Til að mynda keyri þarna flutningabílar og mjólkurbílar daglega og því ætti hann að þola nokkuð álag. Burðarlagið sé þó ekki betra en þetta. „Akkúrat á þessum stað er sökkhola sem myndast greinilega þegar það rignir. Það grefur undan veginum og burðarlagið á veginum er svo lélegt og lítið sem ekki neitt, þá gefur þetta sig undan hestinum og hesturinn missir fæturna. Bæði hestur og knapi fóru í kollhnís.“ Klippa: Vegur hrynur undan hesti „Óþolandi“ að ástand vega sé ekki betra Gestur segir það ekki nýtt að ástand vegarins megi vera betra. Margoft hafi verið kvartað en ekkert hafi verið gert til þess að gera við veginn. „Það er óþolandi þegar svona er. Það er margbúið að kvarta undan þessum vegi og þessum vegum á mýrunum. Svo heyrir maður í fréttum alls staðar af landinu að það er eitthvað að, alvarleg slys sem eru að gerast út af einhverri handvömm og þeir sem eru að sjá um þetta eru ekki starfi sínu vaxnir,“ segir Gestur. Hann segir bæði knapa og hest vera í þokkalegu ástandi miðað við allt. Knapinn sé nokkuð sprækur en þó stirður og með ljótt mar á baki. Hesturinn lenti verr og er skorin á framfótum. „Við erum að tala um miðaldra hest sem er gamalreyndur, mjög fótviss og knapinn er fæddur og uppalinn í kringum hross og hestamennsku,“ sagði Gestur. Því væri ekki hægt að kenna reynsluleysi um, enda kunni knapinn að detta af baki og stóð strax upp. Ástand veganna væri þó áhyggjuefni. „Það eru fleiri dæmi um svona slys. Þarna fara daglega hestahópar yfir sumarið og þegar rignir og svoleiðis eru vegirnir eins og drullusvað.“ Viðtalið við Gest má heyra hér að neðan.
Bítið Hestar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira