Rannsaka dauða manns eftir að myndband sýndi lögreglu krjúpa á baki hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2020 21:45 Black Lives Matter mótmælaganga í Liege í Belgíu. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Belgísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða manns eftir að myndbandi var deilt á samfélagsmiðlum sem sýna lögreglumann krjúpa á baki mannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var 29 ára gamall Alsíringur, handtekinn fyrir utan kaffihús í Antwerp á sunnudag eftir að hann reyndi að ráðast á hóp fólks. Maðurinn lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Dauði hans hefur verið borinn saman við dauða George Floyd, sem lést í maí eftir að lögregluþjónar krupu á hálsi hans við handtöku í Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns lögreglu barst útkall til lögreglu vegna manns sem var í miklu uppnámi og hafði reynt að ráðast á fólk. Talsmaðurinn bætti því við að hann hafi virst vera í vímu og að hann hafi þegar verið slasaður. Þá sagði lögreglan í Antwerp á Twitter að hún myndi ekki tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur verið nefndur á samfélagsmiðlum sem Akram og myllumerkin #JusticeForAkram og #MurderInAntwerp hafa verið algeng á samfélagsmiðlum. Þúsundir Belga mótmæltu kynþáttamisrétti í kjölfar dauða George Floyd og meira en 80 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að allar styttur af Leópold II Belgakonungi, hvers valdatíð í Austur-Kongó leiddi til dauða milljóna íbúa landsins, í Brussel höfuðborg Belgíu yrðu teknar niður. Stytta af konunginum hefur þegar verið tekin niður í Antwerp eftir að hún var skemmd í mótmælum. Belgía Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Alsír Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Belgísk yfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða manns eftir að myndbandi var deilt á samfélagsmiðlum sem sýna lögreglumann krjúpa á baki mannsins. Að sögn lögreglu var maðurinn, sem var 29 ára gamall Alsíringur, handtekinn fyrir utan kaffihús í Antwerp á sunnudag eftir að hann reyndi að ráðast á hóp fólks. Maðurinn lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Dauði hans hefur verið borinn saman við dauða George Floyd, sem lést í maí eftir að lögregluþjónar krupu á hálsi hans við handtöku í Bandaríkjunum. Að sögn talsmanns lögreglu barst útkall til lögreglu vegna manns sem var í miklu uppnámi og hafði reynt að ráðast á fólk. Talsmaðurinn bætti því við að hann hafi virst vera í vímu og að hann hafi þegar verið slasaður. Þá sagði lögreglan í Antwerp á Twitter að hún myndi ekki tjá sig frekar um málið vegna rannsóknarhagsmuna. Maðurinn hefur verið nefndur á samfélagsmiðlum sem Akram og myllumerkin #JusticeForAkram og #MurderInAntwerp hafa verið algeng á samfélagsmiðlum. Þúsundir Belga mótmæltu kynþáttamisrétti í kjölfar dauða George Floyd og meira en 80 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um að allar styttur af Leópold II Belgakonungi, hvers valdatíð í Austur-Kongó leiddi til dauða milljóna íbúa landsins, í Brussel höfuðborg Belgíu yrðu teknar niður. Stytta af konunginum hefur þegar verið tekin niður í Antwerp eftir að hún var skemmd í mótmælum.
Belgía Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Alsír Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira