Segja vísindarök skorta og tómt rugl að moka ofan í skurðina Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2020 22:03 Þau Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir eru bændur á Syðri-Fljótum í Skaftárhreppi. Stöð 2/Einar Árnason. Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Endurheimt votlendis með því að fylla upp í skurði er einn af hornsteinum loftlagsstefnu íslenskra stjórnvalda, sem fullyrða núna að 60 prósent af heildarlosun Íslands komi úr framræstum mýrum en sögðu áður að talan væri 72 prósent. Frá framræsluskurðum í Meðallandi. Áætlað hefur verið að heildarlengd skurða á Íslandi nemi 34 þúsund kílómetrum.Stöð 2/Einar Árnason. Þegar þau Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum eru spurð um hvernig þeim lítist á að fylla upp skurðina er svarið þetta: „Mjög illa,“ svarar Brandur. „Þetta er algerlega galið,“ svarar Kristín. „Skurðirnir bjarga landinu hérna. Hér er allt að þorna og gróa upp og verða bara miklu betra,“ segir Brandur. „Hér var allt á floti. Og allt í sandi. Landið ónýtt og uppfok,“ segja þau. „Núna er þetta bara blómlegt,“ segir Kristín. Bærinn Syðri-Fljótar í Meðallandi stendur við bakka Eldvatns.Stöð 2/Einar Árnason. Meðalland er sunnan Kirkjubæjarklausturs en þau Brandur og Kristín stunda sauðfjárrækt og hrossabúskap á Syðri Fljótum. Þau telja að það að moka í skurðina hafi slæm áhrif á landið. „Þá færum við í burtu,“ segir Kristín. „Þá færi allt að fjúka upp aftur. Maður þyrfti náttúrlega að fá einhver rök fyrir því að moka ofan í skurðina. Maður hefur ekki fengið þau ennþá,“ segir Brandur. -Finnst ykkur þetta þá bara vera bölvuð vitleysa? „Já, tómt rugl. Alveg tómt rugl.“ Og þau eru ekki ein um þessa skoðun. Í fréttaskýringu ritstjóra Bændablaðsins nýlega er staðhæft að fullyrðingar stjórnvalda um skaðsemi framræsluskurðanna séu byggðar á ágiskunum en ekki vísindalegum gögnum. Umhverfisráðuneytið hafi ekki getað vísað í nein vísindagögn eftir fimm mánaða yfirlegu þegar blaðið hafi kallað eftir þeim. Þá hafa tveir vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, þeir Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði, og Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt, bent á mikla óvissuþætti og takmarkaðar rannsóknir á mati á losun úr íslensku votlendi. Sjónarmið þeirra birtust í tveimur greinum í Bændablaðinu, í janúar 2018 og febrúar 2018. „Það hefur náttúrlega bjargað Meðallandinu, þessi skurðgröftur. Og eins í Landeyjunum. Þetta er náttúrlega algjör bylting þar sem verið er að grafa,“ segir Brandur. Tún jarðarinnar Syðri-Fljóta eru römmuð inn af skurðum.Stöð 2/Einar Árnason. Þau kaupa ekki þau rök að loftslaginu verði bjargað með því að moka oní skurði. „Ég hef ekki trú á því. Ég held að það ætti að tala meira um þessar flugvélar. Ég held að þær mengi meira heldur en blessaðar rollurnar, þó að þær prumpi, - eða beljur. Ég held að heimurinn farist ekki út af því,“ segir Kristín á Syðri-Fljótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5. maí 2020 16:46 Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Verulegar efasemdir eru í röðum bænda um gagnsemi þess að endurheimta votlendi og vísindarök sögð skorta. Bændurnir á Syðri-Fljótum í Meðallandi segja að framræsla lands með skurðgreftri geri sveitina byggilega og það að moka oní skurðina sé tómt rugl. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Endurheimt votlendis með því að fylla upp í skurði er einn af hornsteinum loftlagsstefnu íslenskra stjórnvalda, sem fullyrða núna að 60 prósent af heildarlosun Íslands komi úr framræstum mýrum en sögðu áður að talan væri 72 prósent. Frá framræsluskurðum í Meðallandi. Áætlað hefur verið að heildarlengd skurða á Íslandi nemi 34 þúsund kílómetrum.Stöð 2/Einar Árnason. Þegar þau Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir á Syðri-Fljótum eru spurð um hvernig þeim lítist á að fylla upp skurðina er svarið þetta: „Mjög illa,“ svarar Brandur. „Þetta er algerlega galið,“ svarar Kristín. „Skurðirnir bjarga landinu hérna. Hér er allt að þorna og gróa upp og verða bara miklu betra,“ segir Brandur. „Hér var allt á floti. Og allt í sandi. Landið ónýtt og uppfok,“ segja þau. „Núna er þetta bara blómlegt,“ segir Kristín. Bærinn Syðri-Fljótar í Meðallandi stendur við bakka Eldvatns.Stöð 2/Einar Árnason. Meðalland er sunnan Kirkjubæjarklausturs en þau Brandur og Kristín stunda sauðfjárrækt og hrossabúskap á Syðri Fljótum. Þau telja að það að moka í skurðina hafi slæm áhrif á landið. „Þá færum við í burtu,“ segir Kristín. „Þá færi allt að fjúka upp aftur. Maður þyrfti náttúrlega að fá einhver rök fyrir því að moka ofan í skurðina. Maður hefur ekki fengið þau ennþá,“ segir Brandur. -Finnst ykkur þetta þá bara vera bölvuð vitleysa? „Já, tómt rugl. Alveg tómt rugl.“ Og þau eru ekki ein um þessa skoðun. Í fréttaskýringu ritstjóra Bændablaðsins nýlega er staðhæft að fullyrðingar stjórnvalda um skaðsemi framræsluskurðanna séu byggðar á ágiskunum en ekki vísindalegum gögnum. Umhverfisráðuneytið hafi ekki getað vísað í nein vísindagögn eftir fimm mánaða yfirlegu þegar blaðið hafi kallað eftir þeim. Þá hafa tveir vísindamenn við Landbúnaðarháskóla Íslands, þeir Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði, og Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt, bent á mikla óvissuþætti og takmarkaðar rannsóknir á mati á losun úr íslensku votlendi. Sjónarmið þeirra birtust í tveimur greinum í Bændablaðinu, í janúar 2018 og febrúar 2018. „Það hefur náttúrlega bjargað Meðallandinu, þessi skurðgröftur. Og eins í Landeyjunum. Þetta er náttúrlega algjör bylting þar sem verið er að grafa,“ segir Brandur. Tún jarðarinnar Syðri-Fljóta eru römmuð inn af skurðum.Stöð 2/Einar Árnason. Þau kaupa ekki þau rök að loftslaginu verði bjargað með því að moka oní skurði. „Ég hef ekki trú á því. Ég held að það ætti að tala meira um þessar flugvélar. Ég held að þær mengi meira heldur en blessaðar rollurnar, þó að þær prumpi, - eða beljur. Ég held að heimurinn farist ekki út af því,“ segir Kristín á Syðri-Fljótum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Skaftárhreppur Tengdar fréttir Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5. maí 2020 16:46 Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34 Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Rúmur hálfur milljarður aukalega í loftslagsaðgerðir Meirihluti um 550 milljóna króna aukaframlags til loftslagsmála í sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður varið til verkefna sem tengjast orkuskiptum. Um 200 milljónir króna verða settar í kolefnisbindingarverkefni. 5. maí 2020 16:46
Stöðvuðu losun frá votlendi á við 720 bíla Endurheimt votlendis á fjórðum jörðum á vegum Votlendissjóðs í fyrra stöðvaði losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnaðist á við að fjarlægja 720 bíla úr umferð í heilt ár. Ný stjórn tók við hjá sjóðnum á ársfundi hans í dag. 11. júní 2020 20:34
Eina framkvæmd Votlendissjóðs á þessu vori Endurheimt votlendis á um fimmtíu hekturum hófst í Borgarfirði á dögunum. Votlendissjóður vinnur verkið að beiðni eiganda og verður líklega eina endurheimt votlendis á þessu vori. 23. apríl 2020 21:00