Hvað er á bak við „hestaflið“ Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2020 07:00 Þetta tignarlega hross er sennilega á bilinu 10-14 hestöfl. Vísir/MHH Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl. Hestöfl eru mælieiningin sem gefa til kynna afl eða afköst. Eitt hestafl er það afl sem þarf til að lyfta 75 kg einn metra á sekúndu. Það er algengur misskilningur að hestur sé eitt hestafl, en hestar geta verið allt að 14 hestöfl og manneskja getur verið um 5 hestöfl. Hver fann upp hestaflið? Hinn skoski James Watt, fann upp hestaflið árið 1782. Hann var einn af fyrstu smiðum gufuvéla og þurfti að selja fólki hugmyndina að annað en hestar gætu nú dregið og skilað vinnu. Þaðan kemur tilvísunin til hrossa. Hestaflið á því rætur sínar að rekja til markaðsstarfs Watt. Watt er frægastur fyrir endurbætur á gufuvélum sem juku skilvirkni þeirra til muna og að hafa með því átt stóran þátt í iðnbyltingunni. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent
Hestafl er gjarnan notað til að lýsa afli véla eða mótora í bílum. Hvað eru hestöfl og hvernig eru þau mæld? Í fréttinni má finna myndband sem útskýrir hestöfl. Hestöfl eru mælieiningin sem gefa til kynna afl eða afköst. Eitt hestafl er það afl sem þarf til að lyfta 75 kg einn metra á sekúndu. Það er algengur misskilningur að hestur sé eitt hestafl, en hestar geta verið allt að 14 hestöfl og manneskja getur verið um 5 hestöfl. Hver fann upp hestaflið? Hinn skoski James Watt, fann upp hestaflið árið 1782. Hann var einn af fyrstu smiðum gufuvéla og þurfti að selja fólki hugmyndina að annað en hestar gætu nú dregið og skilað vinnu. Þaðan kemur tilvísunin til hrossa. Hestaflið á því rætur sínar að rekja til markaðsstarfs Watt. Watt er frægastur fyrir endurbætur á gufuvélum sem juku skilvirkni þeirra til muna og að hafa með því átt stóran þátt í iðnbyltingunni.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent