Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 18:02 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum. Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár og hafði lýst yfir áhuga á að gera það áfram samkvæmt frétt RÚV. Ingibjörg Sólrún var ráðin forstjóri stofnunarinnar fyrir þremur árum síðan á sama tíma og tveir aðrir forstjórar hjá stofnunum ÖSE og nýr framkvæmdastjóri tóku við. Ráðningarnar héldust allar í hendur og framlenging á starfssamningi þeirra átti að gera það sömuleiðis. Fimmtíu og sjö aðildarríki eru innan ÖSE en á fundi þeirra á dögunum var ákveðið að fjórmenningarnir myndu ekki starfa áfram fyrir stofnunina. Þau munu því öll fjögur láta af störfum á laugardaginn næstkomandi þegar ráðningartími þeirra rennur út. Fulltrúar Aserbaídsjan og Tadsíkistan mótmæltu því á dögunum að Harlem Désir, forstjóri stofnunar ÖSE sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi, héldi áfram störfum. Samtök evrópskra blaðamanna sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið og sögðu þau ákvörðun ríkjanna um að lýsa yfir vantrausti til þess fallin að grafa undan fjölmiðlafrelsi. Þá lýstu Tadsíkar og Egyptar yfir ósætti með störf Ingibjargar Sólrúnar og óskuðu eftir því að hún héldi ekki áfram störfum sem forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar. Ástæðan sem gefin var var sú að Ingibjörg hafi ekki beitt sér fyrir því að loka fundum stofnunarinnar fyrir frjálsum félagasamtökum.
Aserbaídsjan Tadsíkistan Egyptaland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira