Vill heimila rafhlaupahjól á götum þar sem hámarkshraði er lágur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 20:00 Eyþór Máni Steinarsson er rekstrarstjóri Hopps. BALDUR HRAFNKELL Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór. Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór.
Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent