Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júlí 2020 19:30 Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira